Lífríki í ám og sjó ógnað Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. ágúst 2022 13:00 Skeljatínsla á Norður-Spáni Xurxo Lobato/ Getty Images Loftslagbreytingar, mengun og innrásartegundir í dýraríkinu valda því að dýraríkið í vötnum og sjó hefur tekið miklum breytingum á Spáni á síðustu árum. Konurnar sem hafa skeljatínslu að lifibrauði í Galisíu á Norður-Spáni, hafa áhyggjur. Skeljarnar eru að hverfa og þær eru að minnka. Þær segja deginum ljósara að þetta sé vegna loftslagsbreytinga. Þetta eru aðallega hjartaskel og manilluskel, sem eru eftirsótt sælkerafæði á veitingahúsum um allan Spán. Ekki bara loftslagsbreytingar Á nokkrum árum hefur framleiðslan og ræktunin dregist saman um helming. Sérfræðingar segja að hluti ástæðnanna séu loftslagsbreytingar, en fleira kemur til; aukin mengun og innrás ágengra tegunda í lífríkið sem drepa allt sem á vegi þeirra verður. Ein athyglisverð ástæða er aukin úrkoma á norðanverðum Spáni. Það veldur því að saltinnihald sjávar lækkar. Suma daga um allt að 60%. Þar sem skeljarnar eru ræktaðar er saltinnihaldið um 30 grömm á lítra. Eftir mikla úrkomu lækkar það niður í 5 til 10 grömm. Í svo fjandsamlegu umhverfi lokar skelin sér til þess að vernda sig þar til saltið eykst að nýju. Að endingu verður skelin að opna sig og þetta lága saltinnihald veldur bæði því að skelin vex ekki og/eða hún drepst. Sama gerist þegar hitabylgjur ríða yfir. Þá verður sjórinn á grunnsævi bókstaklega heitur, skeljarnar grafa sig þá í sandinn, í leit að kælingu. Og þegar hitabylgjurnar standa lengi yfir þá verður skelin að endingu að koma upp úr sandinum og hún þolir ekki hitann og drepst. Innrásartegundir ógna lífríkinu Annað vandamál í vatnalífríki Spánar er ameríski mýrarkrabbinn sem nam land í ferskvatnsám fyrir nokkrum áratugum. Hann hefur fengið viðurnefnið „hrægammur ánna“, enda eru sumar ár orðnir með öllu líflausar sprænur vegna hans. Mýrarkrabbinn ræðst á og étur allt sem á vegi hans verður, fiska, froskdýr, smáfugla og jafnvel uppskeru í nágrenni árinnar. Nú er svo komið að sums staðar er öllum leyft að veiða eins mikið og þeir geta af þessum gómsæta skaðvaldi, en þeim er stranglega bannað að selja hann. Menn hafa nefnilega rekið sig á að þegar þessi krabbi er seldur, lifandi, eins og gengur og gerist, þá hafa dýraverndunarsinnar gjarnan tekið sig til, keypt þá í stóru magni og sleppt þeim út í árnar. Þar sem þeir gera ekkert nema drepa allt kvikt í kringum sig. Loftslagsmál Dýr Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Konurnar sem hafa skeljatínslu að lifibrauði í Galisíu á Norður-Spáni, hafa áhyggjur. Skeljarnar eru að hverfa og þær eru að minnka. Þær segja deginum ljósara að þetta sé vegna loftslagsbreytinga. Þetta eru aðallega hjartaskel og manilluskel, sem eru eftirsótt sælkerafæði á veitingahúsum um allan Spán. Ekki bara loftslagsbreytingar Á nokkrum árum hefur framleiðslan og ræktunin dregist saman um helming. Sérfræðingar segja að hluti ástæðnanna séu loftslagsbreytingar, en fleira kemur til; aukin mengun og innrás ágengra tegunda í lífríkið sem drepa allt sem á vegi þeirra verður. Ein athyglisverð ástæða er aukin úrkoma á norðanverðum Spáni. Það veldur því að saltinnihald sjávar lækkar. Suma daga um allt að 60%. Þar sem skeljarnar eru ræktaðar er saltinnihaldið um 30 grömm á lítra. Eftir mikla úrkomu lækkar það niður í 5 til 10 grömm. Í svo fjandsamlegu umhverfi lokar skelin sér til þess að vernda sig þar til saltið eykst að nýju. Að endingu verður skelin að opna sig og þetta lága saltinnihald veldur bæði því að skelin vex ekki og/eða hún drepst. Sama gerist þegar hitabylgjur ríða yfir. Þá verður sjórinn á grunnsævi bókstaklega heitur, skeljarnar grafa sig þá í sandinn, í leit að kælingu. Og þegar hitabylgjurnar standa lengi yfir þá verður skelin að endingu að koma upp úr sandinum og hún þolir ekki hitann og drepst. Innrásartegundir ógna lífríkinu Annað vandamál í vatnalífríki Spánar er ameríski mýrarkrabbinn sem nam land í ferskvatnsám fyrir nokkrum áratugum. Hann hefur fengið viðurnefnið „hrægammur ánna“, enda eru sumar ár orðnir með öllu líflausar sprænur vegna hans. Mýrarkrabbinn ræðst á og étur allt sem á vegi hans verður, fiska, froskdýr, smáfugla og jafnvel uppskeru í nágrenni árinnar. Nú er svo komið að sums staðar er öllum leyft að veiða eins mikið og þeir geta af þessum gómsæta skaðvaldi, en þeim er stranglega bannað að selja hann. Menn hafa nefnilega rekið sig á að þegar þessi krabbi er seldur, lifandi, eins og gengur og gerist, þá hafa dýraverndunarsinnar gjarnan tekið sig til, keypt þá í stóru magni og sleppt þeim út í árnar. Þar sem þeir gera ekkert nema drepa allt kvikt í kringum sig.
Loftslagsmál Dýr Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira