Innlent

Forstjórar ættu að sýna ábyrgð og lækka laun sín

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri félags atvinnurekanda.
Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri félags atvinnurekanda. VÍSIR/VILHELM

Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda vill að for­stjórar stærstu fyrir­tækja landsins lækki laun sín og sýni gott for­dæmi fyrir kjara­við­ræður. Honum þykir mörg stór­fyrir­tæki hafa sýnt á­byrgðar­leysi í verð­bólgu­á­standinu.

Þessar hugmyndir eru nokkuð nýstárlegar komandi úr ranni atvinnurekenda.

Þannig hafa margir kannski rekið upp stór augu við lestur á pistli Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem hann birti í Viðskiptablaðinu í gær. Þar stingur hann upp á að forstjórar lækki laun sín.

„Já, ég er kannski að litlu leyti að tala inn í hóp minna fé­lags­manna í Fé­lagi at­vinnu­rek­enda. Þar eru mest lítil og meðal­stór fyrir­tæki þar sem er ekkert óhóf í gangi í launa­greiðslum stjórn­enda eða bónusum eða ein­hverju slíku,“ segir Ólafur.

Það gildi þó allt annað um stærstu fyrir­tæki landsins.

„Þar er hægt að nefna dæmi frá undan­förnum misserum um launa­hækkanir for­stjóra sem nema marg­földum verka­manna­launum, um að bónus­greiðslurnar til dæmis hjá fjár­mála­fyrir­tækjunum sem voru eigin­lega horfnar eftir hrun séu komnar aftur og arð­greiðslur séu svona býsna ríf­legar,“ segir Ólafur.

Hann vill að stjórn­endur þessara fyrir­tækja fari nú að sýna á­byrgð og skyn­semi rétt eins og at­vinnu­rek­endur biðla iðu­lega til verka­lýðs­fé­laga að gera í að­draganda kjara­samnings­við­ræðna.

Þeir hafi sýnt á­byrgðar­leysi upp á síð­kastið.

„Já, ég held að það sé hægt að telja upp nokkur axar­sköft í þessari við­kvæmu stöðu sem menn ættu að minnsta kosti að gæta sín á að endur­taka ekki,“ segir Ólafur.

Geturðu nefnt ein­hver dæmi þar?

„Ég ætla ekki að nefna neinn ein­stakan.“

Ekki innistæða fyrir nafnlaunahækkunum

Minni fyrir­tækin segir Ólafur að séu afar stressuð fyrir komandi kjara­við­ræðum en þau hafi ekki tök á launa­hækkunum í því efna­hags­á­standi sem ríkir nú.

Krafan er því ekki að for­stjórar lækki laun svo önnur laun geti hækkað - þvert á móti vill Ólafur að þetta sýni gott for­dæmi fyrir kjara­við­ræðurnar í haust.

„Það er bara svo af­skap­lega mikil­vægt að kjara­samningar sem verða gerðir á næstunni feli ekki í sér ein­hverjar inni­stæðu­lausar nafn­launa­hækkanir því þær munu bara fara beint út í verð­lagið og skerða kaup­máttinn og gera illt verra. Það mun ekki bæta neitt,“ segir Ólafur.


Tengdar fréttir

Laun forstjóra OR hafa hækkað um 28 prósent frá 2018

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, fékk staðfesta launahækkun í lok síðasta mánaðar þegar stjórn orkufyrirtækisins samþykkti tillögu starfskjaranefndar um að hækka laun Bjarna um 5,5 prósent frá 1. janúar 2022.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.