Viðskipti innlent

Laun for­stjóra OR hækkuðu um sjö milljónir króna á síðasta ári

Jakob Bjarnar skrifar
Bjarni forstjóri var með 2,658 milljónir á mánuði og nemur því hækkunin sjö milljónum á ári.
Bjarni forstjóri var með 2,658 milljónir á mánuði og nemur því hækkunin sjö milljónum á ári. or

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, er nú með 3,339 milljónir á mánuði í laun.

Þetta kemur fram í ársreikningi OR sem nýlega var lagður fram. Bjarni var með 2,658 milljónir á mánuði árið 2020 og nemur því hækkunin sjö milljónum á ári. Helsti eigandi Orkuveitunnar er Reykjavíkurborg sem á tæp 94 prósent í fyrirtækinu. Aðrir eigendur eru Akraneskaupstaður og svo Borgarbyggð.

Skjáskot úr ársreikningi.

„Nú þegar við sjáum út úr faraldrinum er mér efst í huga þakklæti til starfsfólks fyrirtækjanna í Orkuveitusamstæðunni. Á síðustu tveimur árum vitum við ekki um neinn brest á okkar mikilvægu grunnþjónustu sem rekja megi til faraldursins og við vitum ekki um neitt tilvik hópsýkingar meðal starfsfólksins,“ segir Bjarni í tilkynningu sem lesa má á heimasíðu Orkuveitunnar. En þar er ársreikningnum fylgt úr hlaði. Ljóst má vera að starfsmenn hafa haft í mörg horn að líta í miðjum heimsfaraldri.

Athygli vekur að laun níu framkvæmdastjóra, forstjóra og stjórna hjá Orkuveitunni og dótturfélögum nema 300 milljónum króna árlega. Fjárhagsleg afkoma OR reyndist góð 2021 og njóta starfsmenn þess nú. Árreikningurinn hefur verið samþykktur af stjórn en hann ber með sér að 12 milljarða hagnaður var af rekstrinum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×