Erlent

Eistar meina flestum Rússum inngöngu í land sitt

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands tilkynnti um bannið.
Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands tilkynnti um bannið. epa

Eistland tilkynnti það í morgun að frá byrjun næstu viku mun landið meina allmörgum Rússum inngöngu í landið. Rússar sem hafa fengið vegabréfsáritun frá eistneskum yfirvöldum munu ekki lengur fá að heimsækja Eistland.

Með þessu er loku fyrir það skotið að Rússar komist vinsæla leið inn á Schengen svæðið. Bannið er þó ekki án takmarkana en utanríkisráðuneyti Rússlands mun áfram veita Rússum sem sækja um vinnu og nám leyfi til þess. 

Utanríkisráðherrann hvetur öll ríki til að gera slíkt hið sama en með þessu fylgja Eistar í fótspor Litháen, Tékklands og Lettlands. ESB hefur þó efast um framkvæmanleika slíkra banna.

„Við höfum séð gífurlega aukningu í fjölda rússneskra ríkisborgara sem koma til eða fara um Eistland,“ segir utanríkisráðherrann Urmas Reinsalu. Hann bætir við við að slíkar refsiaðgerðir séu með þeim mest íþyngjandi sem Eistar hafi lagt til. Skipunin tekur gildi 18. ágúst.

Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir því að Vesturlönd taki öll upp sambærilegt bann. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×