Íslenski boltinn

Lennon nú aðeins fimm mörkum frá markameti bikarkeppninnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Lennon fagnar einu marka sinna í leiknum á móti Kórdrengjum í gær.
Steven Lennon fagnar einu marka sinna í leiknum á móti Kórdrengjum í gær. Vísir/Diego

Steven Lennon skoraði þrjú mörk fyrir FH-inga í 4-2 sigri á Kórdrengjum í átta liða úrslitum Mjólkursbikars karla í gærkvöldi og stók stórt stökk á listanum yfir þá markahæstu í sögu bikarsins.

Lennon hefur nú skorað sex mörk í þremur bikarleikjum á þessu tímabili en alls er hann búinn að skora 24 mörk í 31 bikarleik á Íslandi.

Lennon skoraði þrjú mörk í sex bikarleikjum með Fram en hefur núna skorað 21 mark í 25 bikarleikjum með FH.

Með þrennunni í gær þá komst hann upp í sjötta sæti yfir þá leikmenn sem hafa skorað mest í aðalkeppni bikarsins en listann má finna í bókinni Íslenska knattspyrna 2021.

Lennon deildi fjórtánda sætinu með Pétri Péturssyni eftir síðasta sumar en hefur farið upp um átta sæti það sem af er sumar og gæti komist enn ofar nú þegar FH-liðið er komið í undanúrslitin.

Þeir sem hafa skorað fleiri bikarmörk en Lennon eru Guðmundur Steinsson (29 mörk), Ragnar Margeirsson (26), Hermann Gunnarsson (25), Hörður Magnússon (25) og Ingi Björn Albertsson (25).

Lennon vantar því tvö mörk til að komast upp í annað sætið og fimm mörk til að jafna markametið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×