Segja Rússland vera hryðjuverkaríki Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2022 11:29 Frá Riga í Lettlandi. EPA/TOMS KALNINS Þingmenn Lettlands samþykktu í morgun ályktun um að Rússland væri hryðjuverkaríki og aðgerðir Rússa í Úkraínu væru tilraunir til þjóðarmorðs á úkraínsku þjóðinni. Þingmennirnir kölluðu eftir því að önnur ríki lýsi því einnig yfir að Rússland sé hryðjuverkaríki. Í frétt AFP fréttaveitunnar er haft eftir þingmönnum að árásir Rússa á óbreytta borgara í Úkraínu hafi pólitískan tilgang og því séu þær hryðjuverk. Í ályktuninni segir að Rússar noti þjáningu og ógnanir til að reyna að draga móðinn úr úkraínsku þjóðinni og hernum og til að lama ríkisrekstur Úkraínu með því markmiði að hernema landið. Samkvæmt frétt Ríkisútvarps Lettlands segir einnig í ályktuninni að Rússar hafi stutt og fjármagnað aðrar ríkisstjórnir sem fremji hryðjuverk og hryðjuverkasamtök um árabil. Það hafi Rússar gert beint og óbeit með stuðningi við ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Rússar hafi einnig framið hryðjuverk eins og með Skripal-eitruninni og með því að skjóta niður malasísku farþegaþotuna MH-17. Rihard Kols er formaður utanríkismálanefndar þingsins. The Saeima's statement calls on EU countries to immediately suspend the issuance of tourist and entry visas to Russian and Belarusian citizens. Things cannot and will not go back to normal - not with Russia and their terrorists sowing death and destruction on the world.— Rihards Kols (@RihardsKols) August 11, 2022 Þá segir í ályktuninni að innrás Rússa í Úkraínu hafi leitt til þess að tólf milljónir Úkraínumanna hafa þurft að flýja heimili sín og fimm milljónir hafi þurft að flýja land. Þar að auki hafi fjölmörg ódæði rússneskra hermanna gegn óbreyttum borgurum í Úkraínu litið dagsins ljós. Borgarar hafi meðal annars verið myrtir, þeir pyntaðir og þeim nauðgað. Þingið kallaði eftir því að Evrópusambandið hætti að veita ferðamönnum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi vegabréfsáritanir og dragi almennt úr útgáfu vegabréfsáritana til fólks frá þessum löndum. Þjóðþing Litháens samþykkti í maí sambærilega ályktun um að Rússland væri hryðjuverkaríki og Rússar reyndu að fremja þjóðarmorð í Úkraínu. Lettland Rússland Hvíta-Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fréttablaðið ætlar ekki að biðja rússneska sendiráðið afsökunar Ritstjóri Fréttablaðsins segist ekki ætla að biðjast afsökunar á mynd sem birtist í blaðinu í morgun. Á myndinni má sjá einstakling traðka á rússneska fánanum en að sögn rússneska sendiráðsins á Íslandi er myndin móðgun fyrir Rússneska sambandsríkið. 10. ágúst 2022 20:05 Rússnesk fréttakona sem mótmælti innrásinni handtekin fyrir að gagnrýna herinn Rússneska fréttakonan Marina Ovsyannikova, sem vakti athygli í mars síðastliðnum fyrir að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu í beinni útsendingu, hefur verið ákærð fyrir að dreifa falsupplýsingum um rússneska herinn. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að tíu ára dóm verði hún sakfelld, segir lögmaður hennar. 10. ágúst 2022 18:02 Orkuvandræðin í Evrópu hafi áhrif á starfsemi verslana Í kjölfar mikillar hækkunar á orkuverði og litlu flæði á gasi um Evrópu hafa sumar verslunarkeðjur íhugað að stytta opnunartíma verslana og slökkva ljós í þeirri von að það lækki orkukostnað. 10. ágúst 2022 14:34 Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Steven Seagal, hinn víðfrægi bandaríski leikari, er nú staddur í Úkraínu á svæðum sem Rússar hafa hernumið. Þar er hann sagður vinna að gerð heimildarmyndar sem ætlað er að varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu og breyta viðhorfi fólks til innrásarinnar. 10. ágúst 2022 13:23 Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Í frétt AFP fréttaveitunnar er haft eftir þingmönnum að árásir Rússa á óbreytta borgara í Úkraínu hafi pólitískan tilgang og því séu þær hryðjuverk. Í ályktuninni segir að Rússar noti þjáningu og ógnanir til að reyna að draga móðinn úr úkraínsku þjóðinni og hernum og til að lama ríkisrekstur Úkraínu með því markmiði að hernema landið. Samkvæmt frétt Ríkisútvarps Lettlands segir einnig í ályktuninni að Rússar hafi stutt og fjármagnað aðrar ríkisstjórnir sem fremji hryðjuverk og hryðjuverkasamtök um árabil. Það hafi Rússar gert beint og óbeit með stuðningi við ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Rússar hafi einnig framið hryðjuverk eins og með Skripal-eitruninni og með því að skjóta niður malasísku farþegaþotuna MH-17. Rihard Kols er formaður utanríkismálanefndar þingsins. The Saeima's statement calls on EU countries to immediately suspend the issuance of tourist and entry visas to Russian and Belarusian citizens. Things cannot and will not go back to normal - not with Russia and their terrorists sowing death and destruction on the world.— Rihards Kols (@RihardsKols) August 11, 2022 Þá segir í ályktuninni að innrás Rússa í Úkraínu hafi leitt til þess að tólf milljónir Úkraínumanna hafa þurft að flýja heimili sín og fimm milljónir hafi þurft að flýja land. Þar að auki hafi fjölmörg ódæði rússneskra hermanna gegn óbreyttum borgurum í Úkraínu litið dagsins ljós. Borgarar hafi meðal annars verið myrtir, þeir pyntaðir og þeim nauðgað. Þingið kallaði eftir því að Evrópusambandið hætti að veita ferðamönnum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi vegabréfsáritanir og dragi almennt úr útgáfu vegabréfsáritana til fólks frá þessum löndum. Þjóðþing Litháens samþykkti í maí sambærilega ályktun um að Rússland væri hryðjuverkaríki og Rússar reyndu að fremja þjóðarmorð í Úkraínu.
Lettland Rússland Hvíta-Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fréttablaðið ætlar ekki að biðja rússneska sendiráðið afsökunar Ritstjóri Fréttablaðsins segist ekki ætla að biðjast afsökunar á mynd sem birtist í blaðinu í morgun. Á myndinni má sjá einstakling traðka á rússneska fánanum en að sögn rússneska sendiráðsins á Íslandi er myndin móðgun fyrir Rússneska sambandsríkið. 10. ágúst 2022 20:05 Rússnesk fréttakona sem mótmælti innrásinni handtekin fyrir að gagnrýna herinn Rússneska fréttakonan Marina Ovsyannikova, sem vakti athygli í mars síðastliðnum fyrir að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu í beinni útsendingu, hefur verið ákærð fyrir að dreifa falsupplýsingum um rússneska herinn. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að tíu ára dóm verði hún sakfelld, segir lögmaður hennar. 10. ágúst 2022 18:02 Orkuvandræðin í Evrópu hafi áhrif á starfsemi verslana Í kjölfar mikillar hækkunar á orkuverði og litlu flæði á gasi um Evrópu hafa sumar verslunarkeðjur íhugað að stytta opnunartíma verslana og slökkva ljós í þeirri von að það lækki orkukostnað. 10. ágúst 2022 14:34 Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Steven Seagal, hinn víðfrægi bandaríski leikari, er nú staddur í Úkraínu á svæðum sem Rússar hafa hernumið. Þar er hann sagður vinna að gerð heimildarmyndar sem ætlað er að varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu og breyta viðhorfi fólks til innrásarinnar. 10. ágúst 2022 13:23 Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Fréttablaðið ætlar ekki að biðja rússneska sendiráðið afsökunar Ritstjóri Fréttablaðsins segist ekki ætla að biðjast afsökunar á mynd sem birtist í blaðinu í morgun. Á myndinni má sjá einstakling traðka á rússneska fánanum en að sögn rússneska sendiráðsins á Íslandi er myndin móðgun fyrir Rússneska sambandsríkið. 10. ágúst 2022 20:05
Rússnesk fréttakona sem mótmælti innrásinni handtekin fyrir að gagnrýna herinn Rússneska fréttakonan Marina Ovsyannikova, sem vakti athygli í mars síðastliðnum fyrir að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu í beinni útsendingu, hefur verið ákærð fyrir að dreifa falsupplýsingum um rússneska herinn. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að tíu ára dóm verði hún sakfelld, segir lögmaður hennar. 10. ágúst 2022 18:02
Orkuvandræðin í Evrópu hafi áhrif á starfsemi verslana Í kjölfar mikillar hækkunar á orkuverði og litlu flæði á gasi um Evrópu hafa sumar verslunarkeðjur íhugað að stytta opnunartíma verslana og slökkva ljós í þeirri von að það lækki orkukostnað. 10. ágúst 2022 14:34
Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Steven Seagal, hinn víðfrægi bandaríski leikari, er nú staddur í Úkraínu á svæðum sem Rússar hafa hernumið. Þar er hann sagður vinna að gerð heimildarmyndar sem ætlað er að varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu og breyta viðhorfi fólks til innrásarinnar. 10. ágúst 2022 13:23
Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21