Enski boltinn

Nöfn fimm sam­herja Men­dy komu upp í kyn­ferðis­af­brota­máli hans | Neitar öllum á­sökunum

Atli Arason skrifar
Benjamin Mendy ásamt Jack Grealish í leiknum um góðgerðarskjöldin í ágúst 2021, stuttu áður en Mendy var handtekinn. Grealish gæti þurft að bera vitni í dómsmáli Mendy.
Benjamin Mendy ásamt Jack Grealish í leiknum um góðgerðarskjöldin í ágúst 2021, stuttu áður en Mendy var handtekinn. Grealish gæti þurft að bera vitni í dómsmáli Mendy. Getty Images

Dómari og mögulegir kviðdómendur komu saman í fyrsta skipti í morgun ásamt sakborningum í kynferðisafbrotamáli Benjamin Mendy. Þessi fyrrum leikmaður Manchester City er sakaður um átta nauðganir, eitt kynferðisafbrot og eina tilraun til nauðgunar frá október 2018 til ágúst 2021 en Mendy neitar allri sök.

Kviðdómendur sem koma til með að meta sekt Mendy voru í upphafi dags spurðir hvort þau hafa einhver tengsl við fimm knattspyrnumenn sem voru samherjar Mendy hjá City þegar möguleg afbrot áttu sér stað. 

Nöfn Jack Grealish, Kyle Walker, Riyad Mahrez, John Stones og Raheem Sterling voru nefnd en ekki hefur verið greint nánar frá því hvernig fimmmenningarnir tengjast málinu

Louis Saha Matturie, náinn vinur Mendy, er einnig sakborningur í málinu. Samningi Benjamin Mendy við Manchester City var rift í ágúst 2021 eftir að málið komst upp og lögreglan kærði Mendy.

Breskir fjölmiðlar voru viðstaddir í réttarsalnum í morgun þar sem Mendy sagðist vera saklaus af öllum tíu ákæruliðum. Réttarhöldin hefjast formlega á mánudaginn næsta og gætu staðið yfir næstu 15 vikurnar.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.