Neitaði að svara spurningunum Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2022 14:39 Donald Trump fyrir utan Trump-turn í New York í morgun. AP/Julia Nikhinson Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, neitaði að svara spurningum rannsakenda ríkissaksóknara New York við vitnaleiðslur í dag. Til þess nýtti hann rétt Bandaríkjamanna til þess að sakbenda sjálft sig ekki. Sagt var frá því á Vísi í morgun að Trump myndi bera vitni í dag. Málaferlin eru leidd af Letitu James, ríkissaksóknara New York-ríkis. Málið snýst um að það að Trump og aðrir forsvarsmenn fyrirtækis hans hafi blekkt banka og skattyfirvöld um raunveruleg verðmæti eigna fyrirtækisins. Hann hafi ýmist ýkt virði þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum. Rannsókn James er ekki glæparannsókn og finni hún vísbendingar um að brot hafi verið framin getur hún höfðað mál. Umdæmasaksóknari Manhattan er þó einnig með fyrirtæki Trumps til rannsóknar en sú rannsókn er glæparannsókn og kemur Letitia James einnig að henni. Lögmenn Trumps hafa haldið því fram að James sé að nota rannsókn sína til að reyna að finna vísbendingar fyrir rannsókn umdæmasaksóknara Manhattan. Það að síðarnefnda rannsóknin er til gerði Trump kleift að beita fyrir sig fimmta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna um rétt fólks til að sakbenda sjálft sig ekki. Sjá einnig: Trump ber vitni í New York Í yfirlýsingu segist Trump ekki hafa átt annarra kosta völ en að neita að svara spurningunum. Hann fer hörðum orðum um James og segir hana misheppnaðan pólitíkus sem hafi einsett sér að gera út af við sig. Hún hafi átt í samstarfi við aðra andstæðinga hans og segir hann að framferði hennar undanfarin þrjú ár sé til skammar fyrir réttarkerfi Bandaríkjanna og skattgreiðendur New York. „Ég gerði ekkert rangt,“ sagði Trump. Það sagði hann ástæðu þess að þeir fjölmörgu aðilar á öllum stigum yfirvalda Bandaríkjanna sem hafa rannsakað Trump, í samstarfi við „falska fjölmiðla“, hafi ekkert fundið. „Ég spurði einu sinni: „Ef þú ert saklaus, af hverju ertu að nýta þér fimmta ákvæðið?“ Nú veit ég svarið við þeirri spurningu,“ sagði Trump. Hann lýsti rannsóknunum gegn sér, börnum hans og fyrirtæki þeirra sem nornaveiðum. Forsetinn fyrrverandi sagði í yfirlýsingunni að húsleit sem Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði á heimili hans í Flórída væri í hans huga sönnun fyrir samsæri núverandi ríkisstjórnar Bandaríkjanna gegn sér. Sjá einnig: Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Því hafi hann, í samráði við lögmenn sína, ákveðið að svara spurningunum ekki. NEW: Former president Trump says he invoked his Fifth Amendment rights during his deposition with @NewYorkStateAG s office pic.twitter.com/NQ0gUyCc4U— Andrew Feinberg (@AndrewFeinberg) August 10, 2022 Eins og áður segir, tengist þetta mál ekki húsleit Alríkislögreglu Bandaríkjanna í Mar-A-Lago á mánudaginn. Fjölmiðlar vestanhafs segja hana hafa verið framkvæmda vegna leynilegra gagna sem Trump tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Washington Post hefur eftir lögmanni Trumps að starfsmenn FBI hafi lagt hald á um tólf kassa af gögnum á mánudaginn. Það er tilviðbótar við fimmtán kassa af gögnum sem Trump afhenti Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna fyrir um sjö mánuðum. Sum gagnanna voru merkt sem „Top Secret“ sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda. Það tók nokkra mánuði að fá gögnin afhent en eftir það höfðu starfsmenn Þjóðsjalasafnsins og rannsakendur enn áhyggjur af því að Trump hefði ekki afhent öll gögnin sem hann tók úr Hvíta húsinu. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Sagt var frá því á Vísi í morgun að Trump myndi bera vitni í dag. Málaferlin eru leidd af Letitu James, ríkissaksóknara New York-ríkis. Málið snýst um að það að Trump og aðrir forsvarsmenn fyrirtækis hans hafi blekkt banka og skattyfirvöld um raunveruleg verðmæti eigna fyrirtækisins. Hann hafi ýmist ýkt virði þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum. Rannsókn James er ekki glæparannsókn og finni hún vísbendingar um að brot hafi verið framin getur hún höfðað mál. Umdæmasaksóknari Manhattan er þó einnig með fyrirtæki Trumps til rannsóknar en sú rannsókn er glæparannsókn og kemur Letitia James einnig að henni. Lögmenn Trumps hafa haldið því fram að James sé að nota rannsókn sína til að reyna að finna vísbendingar fyrir rannsókn umdæmasaksóknara Manhattan. Það að síðarnefnda rannsóknin er til gerði Trump kleift að beita fyrir sig fimmta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna um rétt fólks til að sakbenda sjálft sig ekki. Sjá einnig: Trump ber vitni í New York Í yfirlýsingu segist Trump ekki hafa átt annarra kosta völ en að neita að svara spurningunum. Hann fer hörðum orðum um James og segir hana misheppnaðan pólitíkus sem hafi einsett sér að gera út af við sig. Hún hafi átt í samstarfi við aðra andstæðinga hans og segir hann að framferði hennar undanfarin þrjú ár sé til skammar fyrir réttarkerfi Bandaríkjanna og skattgreiðendur New York. „Ég gerði ekkert rangt,“ sagði Trump. Það sagði hann ástæðu þess að þeir fjölmörgu aðilar á öllum stigum yfirvalda Bandaríkjanna sem hafa rannsakað Trump, í samstarfi við „falska fjölmiðla“, hafi ekkert fundið. „Ég spurði einu sinni: „Ef þú ert saklaus, af hverju ertu að nýta þér fimmta ákvæðið?“ Nú veit ég svarið við þeirri spurningu,“ sagði Trump. Hann lýsti rannsóknunum gegn sér, börnum hans og fyrirtæki þeirra sem nornaveiðum. Forsetinn fyrrverandi sagði í yfirlýsingunni að húsleit sem Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði á heimili hans í Flórída væri í hans huga sönnun fyrir samsæri núverandi ríkisstjórnar Bandaríkjanna gegn sér. Sjá einnig: Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Því hafi hann, í samráði við lögmenn sína, ákveðið að svara spurningunum ekki. NEW: Former president Trump says he invoked his Fifth Amendment rights during his deposition with @NewYorkStateAG s office pic.twitter.com/NQ0gUyCc4U— Andrew Feinberg (@AndrewFeinberg) August 10, 2022 Eins og áður segir, tengist þetta mál ekki húsleit Alríkislögreglu Bandaríkjanna í Mar-A-Lago á mánudaginn. Fjölmiðlar vestanhafs segja hana hafa verið framkvæmda vegna leynilegra gagna sem Trump tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Washington Post hefur eftir lögmanni Trumps að starfsmenn FBI hafi lagt hald á um tólf kassa af gögnum á mánudaginn. Það er tilviðbótar við fimmtán kassa af gögnum sem Trump afhenti Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna fyrir um sjö mánuðum. Sum gagnanna voru merkt sem „Top Secret“ sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda. Það tók nokkra mánuði að fá gögnin afhent en eftir það höfðu starfsmenn Þjóðsjalasafnsins og rannsakendur enn áhyggjur af því að Trump hefði ekki afhent öll gögnin sem hann tók úr Hvíta húsinu.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent