Erlent

HBO Max ekki væntanleg til Íslands fyrr en 2024

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sameinuð streymisveita mun vonandi líta dagsins ljós á Íslandi árið 2024.
Sameinuð streymisveita mun vonandi líta dagsins ljós á Íslandi árið 2024. Getty/SOPA Images/LightRocket/Rafael Henrique

Streymisveitan HBO Max, sem hafði boðað komu sína hingað til lands á seinnihluta þessa árs, verður ekki á boðstólum íslenskra sjónvarpsunnenda fyrr en seint á árinu 2024.

Þetta staðfesti fyrirtækið í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Ástæðan er sögð vera kaup Discovery á Warner Media, sem hafi breytt áherslum og þá sérstaklega með tilliti til streymisveitunnar. 

Sameinað fyrirtæki, Warner Bros. Discovery, hyggst þannig á næstu misserum einbeita sér að útgáfu nýrrar og öflugri streymisveitu sem sameinar HBO Max og Discovery plús.

Sú streymisveita er væntanleg hingað 2024, ef allt gengur eftir.


Tengdar fréttir

Hætti við útgáfu Batgirl vegna áherslubreytinga og niðurskurðar

Ákvörðun forsvarsmanna Warner Bros og HBO um að hætta við útgáfu kvikmyndarinnar um Leðurblökustúlkuna (Batgirl) hefur vakið mikla athygli á undanförnum dögum og jafnvel furðu. Framleiðsluferli myndarinnar var mjög langt komið og er sagt hafa kostað allt að níutíu milljónir dala, sem samsvarar um 12,4 milljörðum króna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.