Erlent

Konsúll Þýska­lands í Brasilíu grunaður um morð

Bjarki Sigurðsson skrifar
Uwe Herberth Hahn (t.h.) ásamt Walter Henri Biot. Hahn er grunaður um að hafa myrt Biot.
Uwe Herberth Hahn (t.h.) ásamt Walter Henri Biot. Hahn er grunaður um að hafa myrt Biot. Facebook

Uwe Herbert Hahn, konsúll Þýskalands í Brasilíu, var á laugardaginn handtekinn í borginni Rio de Janerio vegna gruns um að hann hafi orðið eiginmanni sínum að bana. Hahn neitar allri sök.

Eiginmaður Hahns, Walter Henri Maximilien Biot, fannst látinn í íbúð þeirra í Ipanema-hverfinu í Rio á laugardaginn og var Hahn handtekinn samdægurs. Honum verður haldið í gæsluvarðhaldi þar sem dómari taldi það vera líklegt að Hahn myndi eiga við sönnunargögn ef hann yrði látinn laus.

„Íbúðin var þrifin áður en tæknideild lögreglu kom á staðinn, það sýnir að ef hann yrði látinn laus gæti það leitt til hindrana við rannsókn á vettvangi,“ sagði dómarinn, Rafael de Almeida Rezende.

Í íbúðinni fundust ummerki um blóðslettur í svefnherbergi og baðherbergi hjónanna en samkvæmt dómaranum er það vísbending um afar ofbeldisfullan dauða.

CNN hafa fengið sent myndband af yfirheyrslu Hahns en þar segir hann að þeir hafi setið saman í sófa þegar Biot stóð allt í einu upp og hljóp í átt að svölunum. Á leið sinni þangað hafi hann runnið og dottið á andlitið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.