Fær annan lífstíðardóm fyrir morðið á Arbery Bjarki Sigurðsson skrifar 8. ágúst 2022 18:11 Travis McMichael var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa framið hatursglæp er hann myrti Ahmaud Arbery. AP/Stephen B. Morton Travis McMichael var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að fremja hatursglæp er hann myrti Ahmaud Arbery árið 2020 vegna litarháttar hans. Morðið framdi McMichael með tveimur öðrum karlmönnum en allir eru þeir hvítir en Arbery var svartur. Morðið vakti mikla athygli hitt í fyrra en Arbery var úti að skokka og óvopnaður þegar mennirnir þrír myrtu hann. Töldu mennirnir þrír, feðgarnir Gregory og Travis McMichael og nágranni þeirra, William Bryan, að Arbery bæri ábyrgð á innbrotahrinu í nágrenni sínu. Mennirnir þrír, frá vinstri: Travis McMichael, Gregory McMichael og William Bryan.AP/Fangelsið í Glynn-sýslu Þeir sátu fyrir honum en þegar þeir sökuðu Arbery um innbrotin hljóp hann í burtu og Travis elti, vopnaður haglabyssu. Þegar Arbery reyndi að taka byssuna af Travis þá skaut Travis hann þrisvar sinnum. Atvikið náðist á myndband. Feðgarnir og Bryan voru allir handteknir tveimur mánuðum eftir morðið og í janúar á þessu ári voru þeir allir dæmdir til lífstíðarfangelsisvistar, feðgarnir án rétts til reynslulausnar, en Bryan getur sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. Travis var í dag dæmdur aftur í lífstíðarfangelsi, nú fyrir hatursglæp. Hatursglæpir eru brot á alríkislögum en morðið sjálft hafði einungis verið brot á ríkislögum í Georgíu-ríki. Dómarinn í málinu, Lisa Godbey Wood, sagði fyrir dómi í dag að Travis hafi fengið réttmæt réttarhöld, ólíkt Arbery. Travis vildi sjálfur ekki tjá sig í réttarsal en lögmaður hans, Amy Lee Copeland, bað um að hann fengi vægari dóm þar sem hann hafði aldrei gerst sekur um brot á lögum áður og gegndi herskyldu á árum áður. Drápið á Ahmaud Arbery Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Feðgarnir eiga ekki rétt á reynslulausn Feðgarnir Greg og Travis McMichael voru í dag dæmdir til að verja ævi þeirra í fangelsi. Dómari úrskurðaði að þeir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir að þeir voru dæmdir fyrir að myrða hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery árið 2020. Nágranni þeirra og samverkamaður, William Bryan, mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. 7. janúar 2022 20:27 Morðingjarnir hefðu líklega aldrei verið handteknir án myndbandsins Feðgarnir Greg og Travis McMichael og nágranni þeirra William Bryan voru í gær dæmdir sekir um morð. Það er fyrir að hafa elt og setið fyrir hinum 25 ára gamla Ahmaud Arbery í febrúar í fyrra. 25. nóvember 2021 13:00 Þremenningarnir sakfelldir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið sakfelldir fyrir hatursglæpi og morð, fyrir að hafa skotið hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana vegna litarháttar hans. 24. nóvember 2021 19:02 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Morðið vakti mikla athygli hitt í fyrra en Arbery var úti að skokka og óvopnaður þegar mennirnir þrír myrtu hann. Töldu mennirnir þrír, feðgarnir Gregory og Travis McMichael og nágranni þeirra, William Bryan, að Arbery bæri ábyrgð á innbrotahrinu í nágrenni sínu. Mennirnir þrír, frá vinstri: Travis McMichael, Gregory McMichael og William Bryan.AP/Fangelsið í Glynn-sýslu Þeir sátu fyrir honum en þegar þeir sökuðu Arbery um innbrotin hljóp hann í burtu og Travis elti, vopnaður haglabyssu. Þegar Arbery reyndi að taka byssuna af Travis þá skaut Travis hann þrisvar sinnum. Atvikið náðist á myndband. Feðgarnir og Bryan voru allir handteknir tveimur mánuðum eftir morðið og í janúar á þessu ári voru þeir allir dæmdir til lífstíðarfangelsisvistar, feðgarnir án rétts til reynslulausnar, en Bryan getur sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. Travis var í dag dæmdur aftur í lífstíðarfangelsi, nú fyrir hatursglæp. Hatursglæpir eru brot á alríkislögum en morðið sjálft hafði einungis verið brot á ríkislögum í Georgíu-ríki. Dómarinn í málinu, Lisa Godbey Wood, sagði fyrir dómi í dag að Travis hafi fengið réttmæt réttarhöld, ólíkt Arbery. Travis vildi sjálfur ekki tjá sig í réttarsal en lögmaður hans, Amy Lee Copeland, bað um að hann fengi vægari dóm þar sem hann hafði aldrei gerst sekur um brot á lögum áður og gegndi herskyldu á árum áður.
Drápið á Ahmaud Arbery Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Feðgarnir eiga ekki rétt á reynslulausn Feðgarnir Greg og Travis McMichael voru í dag dæmdir til að verja ævi þeirra í fangelsi. Dómari úrskurðaði að þeir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir að þeir voru dæmdir fyrir að myrða hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery árið 2020. Nágranni þeirra og samverkamaður, William Bryan, mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. 7. janúar 2022 20:27 Morðingjarnir hefðu líklega aldrei verið handteknir án myndbandsins Feðgarnir Greg og Travis McMichael og nágranni þeirra William Bryan voru í gær dæmdir sekir um morð. Það er fyrir að hafa elt og setið fyrir hinum 25 ára gamla Ahmaud Arbery í febrúar í fyrra. 25. nóvember 2021 13:00 Þremenningarnir sakfelldir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið sakfelldir fyrir hatursglæpi og morð, fyrir að hafa skotið hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana vegna litarháttar hans. 24. nóvember 2021 19:02 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Feðgarnir eiga ekki rétt á reynslulausn Feðgarnir Greg og Travis McMichael voru í dag dæmdir til að verja ævi þeirra í fangelsi. Dómari úrskurðaði að þeir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir að þeir voru dæmdir fyrir að myrða hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery árið 2020. Nágranni þeirra og samverkamaður, William Bryan, mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. 7. janúar 2022 20:27
Morðingjarnir hefðu líklega aldrei verið handteknir án myndbandsins Feðgarnir Greg og Travis McMichael og nágranni þeirra William Bryan voru í gær dæmdir sekir um morð. Það er fyrir að hafa elt og setið fyrir hinum 25 ára gamla Ahmaud Arbery í febrúar í fyrra. 25. nóvember 2021 13:00
Þremenningarnir sakfelldir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið sakfelldir fyrir hatursglæpi og morð, fyrir að hafa skotið hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana vegna litarháttar hans. 24. nóvember 2021 19:02
Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16