Upphitun fyrir 12. umferð: „Meira ætlast til þess að stelpur hætti bara“ Sindri Sverrisson skrifar 8. ágúst 2022 15:00 Agla María Albertsdóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir hituðu upp fyrir leiki 12. umferðar Bestu deildarinnar. Stöð 2 Sport Agla María Albertsdóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir verða í sviðsljósinu á morgun í stórleik 12. umferðar Bestu deildarinnar í fótbolta. Helena Ólafsdóttir fékk þær til að hita upp fyrir leiki umferðarinnar. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en þar ræddu þær Agla María og Málfríður Erna um ýmislegt tengt sínum ferli en rýndu sömuleiðis í leiki umferðarinnar og spáðu í spilin. Klippa: Besta upphitunin fyrir 12. umferð 12. umferð Bestu deildar Þriðjudagur 9. ágúst: 17.30 ÍBV – KR (Stöð 2 Sport) 17.30 Þór/KA – Afturelding 19.15 Keflavík – Valur 20.00 Stjarnan – Breiðablik (Stöð 2 Sport) 20.00 Þróttur R. – Selfoss 22.00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) „Meiri pressa frá öðrum á að maður hætti“ Málfríður er þriggja barna móðir, með börn á aldrinum 8-13 ára, en þrátt fyrir fjarveruna sem fylgdi þremur meðgöngum er hún næstleikjahæst í sögu efstu deildar, með 271 leik. Málfríður er 38 ára gömul og hefur ásamt Önnu Maríu Baldursdóttur skipað reynslumikið og afar öflugt miðvarðapar í sumar. Hún segist hins vegar langþreytt á stöðugum spurningum í gegnum tíðina um það hvort að hún sé að fara að leggja skóna á hilluna: „Það eru svo margir aðrir sem ætlast til að maður hætti. Það er eiginlega meiri pressa frá öðrum á að maður hætti, en frá manni sjálfum. Það er alltaf eitthvað: „jæja, er þetta ekki komið gott?“ Það er meira ætlast til þess að stelpur hætti bara. Á meðan er svo sjálfsagt að strákar séu áfram,“ segir Málfríður. „Á tímabili missti ég sjálf sjálfstraustið í að ég gæti þetta, því það voru alltaf allir aðrir að segja mér að ég væri orðin of gömul,“ bætir hún við en nánar er rætt við Málfríði í þættinum hér að ofan. „Vonbrigði og þess vegna ákvað ég að koma heim“ Agla María er komin heim og strax byrjuð að skora aftur fyrir Breiðablik, sem lánsmaður frá Häcken í Svíþjóð. Þar fékk hún lítið að spila fyrstu mánuðina hjá sínu nýja félagi en hún skrifaði undir samning til þriggja ára við Häcken. „Þetta er búið að vera jákvætt og neikvætt. Ég er ekki búin að fá nægilega mikinn spiltíma, ekki þann sem ég bjóst við og var meðal annars forsenda fyrir því að ég kom út. Það voru vonbrigði og þess vegna ákvað ég að koma heim og vita að ég myndi spila alla leiki,“ segir Agla María sem hafði fleiri kosti að velja úr í vetur: „Það voru frekar margir möguleikar í stöðunni en þarna er allt mjög professional í kringum liðið. Þetta er atvinnumannalið og það eru ekki mörg þannig lið í Svíþjóð. Allt í kringum þetta er mjög professional og flott, og það heillaði mig. Ég hélt líka að þetta væri ekki of stórt skref fyrir mig, svo það spilaði inn í, en það voru klárlega fleiri möguleikar í stöðunni.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Íslenski boltinn Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en þar ræddu þær Agla María og Málfríður Erna um ýmislegt tengt sínum ferli en rýndu sömuleiðis í leiki umferðarinnar og spáðu í spilin. Klippa: Besta upphitunin fyrir 12. umferð 12. umferð Bestu deildar Þriðjudagur 9. ágúst: 17.30 ÍBV – KR (Stöð 2 Sport) 17.30 Þór/KA – Afturelding 19.15 Keflavík – Valur 20.00 Stjarnan – Breiðablik (Stöð 2 Sport) 20.00 Þróttur R. – Selfoss 22.00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) „Meiri pressa frá öðrum á að maður hætti“ Málfríður er þriggja barna móðir, með börn á aldrinum 8-13 ára, en þrátt fyrir fjarveruna sem fylgdi þremur meðgöngum er hún næstleikjahæst í sögu efstu deildar, með 271 leik. Málfríður er 38 ára gömul og hefur ásamt Önnu Maríu Baldursdóttur skipað reynslumikið og afar öflugt miðvarðapar í sumar. Hún segist hins vegar langþreytt á stöðugum spurningum í gegnum tíðina um það hvort að hún sé að fara að leggja skóna á hilluna: „Það eru svo margir aðrir sem ætlast til að maður hætti. Það er eiginlega meiri pressa frá öðrum á að maður hætti, en frá manni sjálfum. Það er alltaf eitthvað: „jæja, er þetta ekki komið gott?“ Það er meira ætlast til þess að stelpur hætti bara. Á meðan er svo sjálfsagt að strákar séu áfram,“ segir Málfríður. „Á tímabili missti ég sjálf sjálfstraustið í að ég gæti þetta, því það voru alltaf allir aðrir að segja mér að ég væri orðin of gömul,“ bætir hún við en nánar er rætt við Málfríði í þættinum hér að ofan. „Vonbrigði og þess vegna ákvað ég að koma heim“ Agla María er komin heim og strax byrjuð að skora aftur fyrir Breiðablik, sem lánsmaður frá Häcken í Svíþjóð. Þar fékk hún lítið að spila fyrstu mánuðina hjá sínu nýja félagi en hún skrifaði undir samning til þriggja ára við Häcken. „Þetta er búið að vera jákvætt og neikvætt. Ég er ekki búin að fá nægilega mikinn spiltíma, ekki þann sem ég bjóst við og var meðal annars forsenda fyrir því að ég kom út. Það voru vonbrigði og þess vegna ákvað ég að koma heim og vita að ég myndi spila alla leiki,“ segir Agla María sem hafði fleiri kosti að velja úr í vetur: „Það voru frekar margir möguleikar í stöðunni en þarna er allt mjög professional í kringum liðið. Þetta er atvinnumannalið og það eru ekki mörg þannig lið í Svíþjóð. Allt í kringum þetta er mjög professional og flott, og það heillaði mig. Ég hélt líka að þetta væri ekki of stórt skref fyrir mig, svo það spilaði inn í, en það voru klárlega fleiri möguleikar í stöðunni.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
12. umferð Bestu deildar Þriðjudagur 9. ágúst: 17.30 ÍBV – KR (Stöð 2 Sport) 17.30 Þór/KA – Afturelding 19.15 Keflavík – Valur 20.00 Stjarnan – Breiðablik (Stöð 2 Sport) 20.00 Þróttur R. – Selfoss 22.00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport)
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti