Öldungadeildin samþykkir sögulegt frumvarp í baráttunni gegn loftslagsbreytingum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2022 07:15 Chuck Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeildinni, var kátur að atkvæðagreiðslu lokinni. Samþykkt frumvarpsins er mikill sigur fyrir hann og Joe Biden Bandaríkjaforseta. AP/Lisa Mascaro Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær löggjöf sem kveður á um eina umfangsmestu fjárfestingu Bandaríkjanna í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og til að lækka smásöluverð á lyfseðilsskyldum lyfjum. Fjárfestingin nemur um 370 milljörðum Bandaríkjadala og miðar að því að gera Bandaríkjunum kleift að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir 2030, frá því sem var árið 2005. Lögin kveða einnig á um heimild til handa opinbera sjúkratryggingakerfinu Medicare til að semja beint við lyfjaframleiðendur og setja 2.000 dollara þak á þann kostnað sem sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa á hverju ári fyrir lyfseðilsskyld lyf. Atkvæði með og á móti frumvarpinu féllu eftir flokkslínum en það var samþykkt með 51 atkvæði gegn 50. Samþykkt laganna er mikill sigur fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta en þó er um að ræða nokkuð útþynntar hugmyndir frá því sem lagt var upp með, þar sem taka þurfti út ákvæði um milljarða framlög til niðurgreiðslu barnagæslu og foreldraorlofs, sem og ákvæði er vörðuðu breytingar á skattalöggjöf repúblikana frá 2017. Þetta þurfti að gera til að tryggja atkvæði tveggja demókrata sem hafa verði til nokkurra vandræða fyrir flokkinn, þeirra Joe Manchin frá Vestur-Virginíu og Kyrsten Sinema frá Arizona. Today, Senate Democrats voted to lower the cost of Rx drugs, health insurance, and energy all while reducing the deficit and making the richest corporations pay their fair share. I ran to make government work for working families again.That s what this bill does period.— President Biden (@POTUS) August 7, 2022 Bandaríkin Loftslagsmál Joe Biden Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Fjárfestingin nemur um 370 milljörðum Bandaríkjadala og miðar að því að gera Bandaríkjunum kleift að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir 2030, frá því sem var árið 2005. Lögin kveða einnig á um heimild til handa opinbera sjúkratryggingakerfinu Medicare til að semja beint við lyfjaframleiðendur og setja 2.000 dollara þak á þann kostnað sem sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa á hverju ári fyrir lyfseðilsskyld lyf. Atkvæði með og á móti frumvarpinu féllu eftir flokkslínum en það var samþykkt með 51 atkvæði gegn 50. Samþykkt laganna er mikill sigur fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta en þó er um að ræða nokkuð útþynntar hugmyndir frá því sem lagt var upp með, þar sem taka þurfti út ákvæði um milljarða framlög til niðurgreiðslu barnagæslu og foreldraorlofs, sem og ákvæði er vörðuðu breytingar á skattalöggjöf repúblikana frá 2017. Þetta þurfti að gera til að tryggja atkvæði tveggja demókrata sem hafa verði til nokkurra vandræða fyrir flokkinn, þeirra Joe Manchin frá Vestur-Virginíu og Kyrsten Sinema frá Arizona. Today, Senate Democrats voted to lower the cost of Rx drugs, health insurance, and energy all while reducing the deficit and making the richest corporations pay their fair share. I ran to make government work for working families again.That s what this bill does period.— President Biden (@POTUS) August 7, 2022
Bandaríkin Loftslagsmál Joe Biden Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira