Fiðla seld fyrir tvo milljarða króna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. ágúst 2022 17:01 Stradivarius-fiðla í eigu spænsku konungsfjölskyldunnar. Wikimedia Commons Fiðla sem smíðuð var fyrir rúmum 300 árum, var seld í sumar á uppboði fyrir andvirði tveggja milljarða íslenskra króna. Ekki er vitað hver kaupandinn var. Eins og nærri má geta, var það Stradivarius-fiðla sem fór fyrir þessa stjarnfræðilega háu upphæð, en þær fiðlur hafa löngum verið drottningarnar í heimi fiðlanna. Fiðlan á sér merka sögu Fiðlan sú arna, gengur undir heitinu Da Vinci, hún var eitt sinn í eigu rússneska fiðlusnillingsins Toscha Seidel, hann lék t.a.m. á hana í kvikmyndinni Galdrakarlinn í Oz. Seidel keypti hana árið 1924 á 25.000 dali sem jafngilda um 400.000 dölum á núvirði, andvirði rúmlega 50 milljóna íslenskra króna. Seidel kenndi meðal annars Albert Einstein á þessa fiðlu. Fiðlan var í japanskri einkaeign þar til hún var seld á uppboðinu í sumar, hins vegar er ekki gefið upp hver hinn nýi eigandi fiðlunnar er. Leitt er líkum að því að fiðlan hafi verið keypt sem fjárfesting fremur en hljóðfæri til að spila á, og að hún verði geymd í öryggishólfi næstu ár eða áratugi þar sem enginn hefur gleði af henni. Fyrir áratug var önnur Stradivarius-fiðla, svokölluð Lady Blunt, seld fyrir enn hærri upphæð og enginn veit heldur hver keypti hana. Segir ekkert hljóðfæri svo verðmætt Cristina Bordas, tónlistarprófessor við Complutense-háskólann í Madrid, segir í samtali við El País, að þessar upphæðir stappi nærri brjálæði. Ekkert hljóðfæri sé svona mikils virði, fiðlurnar séu orðnar viðfang spákaupmennsku, líkt og gull og líkt við sjáum gerast með mörg af frægustu málverkum heims. Enginn veit með vissu hvers vegna Stradivarius-fiðlurnar eru enn þann dag í dag taldar bestu fiðlur sögunnar. Auðvitað hefur ítalski fiðlusmiðurinn Antonio Stradivari verið listasmiður en það þarf fleira til. Á það hefur verið bent að í upphafi 18. aldar ríkti hin svokallaða Litla ísöld í Evrópu. Það hafði m.a. þau áhrif að tré uxu hægar, árhringir þeirra voru minni og viðurinn sem notaður var í fiðlusmíðina varð óvenju harðger. Líklegt að verðið fari enn hækkandi Talið er að ítalski fiðlusmiðurinn Antonio Stradivari, sem var uppi frá 1644 til 1737, hafi smíðað um 1.000 hljóðfæri, fiðlur, hörpur, lágfiðlur og knéfiðlur um ævina og að 600 þeirra séu enn til. Það er því viðbúið að verðið fari hækkandi á næstu árum og áratugum, eftir því sem framboðið minnkar. Japan Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Eins og nærri má geta, var það Stradivarius-fiðla sem fór fyrir þessa stjarnfræðilega háu upphæð, en þær fiðlur hafa löngum verið drottningarnar í heimi fiðlanna. Fiðlan á sér merka sögu Fiðlan sú arna, gengur undir heitinu Da Vinci, hún var eitt sinn í eigu rússneska fiðlusnillingsins Toscha Seidel, hann lék t.a.m. á hana í kvikmyndinni Galdrakarlinn í Oz. Seidel keypti hana árið 1924 á 25.000 dali sem jafngilda um 400.000 dölum á núvirði, andvirði rúmlega 50 milljóna íslenskra króna. Seidel kenndi meðal annars Albert Einstein á þessa fiðlu. Fiðlan var í japanskri einkaeign þar til hún var seld á uppboðinu í sumar, hins vegar er ekki gefið upp hver hinn nýi eigandi fiðlunnar er. Leitt er líkum að því að fiðlan hafi verið keypt sem fjárfesting fremur en hljóðfæri til að spila á, og að hún verði geymd í öryggishólfi næstu ár eða áratugi þar sem enginn hefur gleði af henni. Fyrir áratug var önnur Stradivarius-fiðla, svokölluð Lady Blunt, seld fyrir enn hærri upphæð og enginn veit heldur hver keypti hana. Segir ekkert hljóðfæri svo verðmætt Cristina Bordas, tónlistarprófessor við Complutense-háskólann í Madrid, segir í samtali við El País, að þessar upphæðir stappi nærri brjálæði. Ekkert hljóðfæri sé svona mikils virði, fiðlurnar séu orðnar viðfang spákaupmennsku, líkt og gull og líkt við sjáum gerast með mörg af frægustu málverkum heims. Enginn veit með vissu hvers vegna Stradivarius-fiðlurnar eru enn þann dag í dag taldar bestu fiðlur sögunnar. Auðvitað hefur ítalski fiðlusmiðurinn Antonio Stradivari verið listasmiður en það þarf fleira til. Á það hefur verið bent að í upphafi 18. aldar ríkti hin svokallaða Litla ísöld í Evrópu. Það hafði m.a. þau áhrif að tré uxu hægar, árhringir þeirra voru minni og viðurinn sem notaður var í fiðlusmíðina varð óvenju harðger. Líklegt að verðið fari enn hækkandi Talið er að ítalski fiðlusmiðurinn Antonio Stradivari, sem var uppi frá 1644 til 1737, hafi smíðað um 1.000 hljóðfæri, fiðlur, hörpur, lágfiðlur og knéfiðlur um ævina og að 600 þeirra séu enn til. Það er því viðbúið að verðið fari hækkandi á næstu árum og áratugum, eftir því sem framboðið minnkar.
Japan Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“