Til Chelsea fyrir metfé og véfréttin fagnar sigri Sindri Sverrisson skrifar 5. ágúst 2022 13:00 Marc Cucurella er orðinn leikmaður Chelsea og verður mögulega með liðinu gegn Everton á morgun. Chelsea FC Vinstri bakvörðurinn Marc Cucurella var í dag kynntur sem nýjasti leikmaður Chelsea en félagið er sagt greiða Brighton alls um 62 milljónir punda fyrir leikmanninn þegar allt er talið. Á heimasíðu Brighton er staðfest að um metfé er að ræða í sögu félagsins og aldrei hefur hærra fé verið greitt fyrir vinstri bakvörð. Aðeins tveir dagar eru síðan að Brighton fullyrti að þvert gegn fréttum ýmissa fjölmiðla væri ekkert samkomulag í höfn við nokkurt félag varðandi sölu á Cucurella. Þau tíðindi urðu til þess að ýmsir töldu félagaskiptavéfréttina Fabrizio Romano, sem hreinlega virðist sjá allt og heyra þegar kemur að félagaskiptum í knattspyrnuheiminum, hafa brugðist eða logið að fylgjendum sínum. Romano sagði þá að það ætti eftir að koma í ljós hver hefði logið og reyndist svo hafa rétt fyrir sér um að Cucurella færi til Chelsea. Hann sagði svo frá því í dag að kaupverðið næmi 55 milljónum punda auk 7 milljóna viðbótargreiðslna, og er samningur Cucurella við nýja félagið til næstu sex ára. Marc Cucurella deal details #CFC Chelsra pay £55m guaranteed fee plus £7m add-ons; Record transfer fee for a left back; Cucurella signs until 2028; Brighton sign Lewi Colwill on a loan deal without buy option.Here s Cucu first pic as new Chelsea player pic.twitter.com/aFlce1gQmK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 5, 2022 Cucurella, sem er 24 ára Spánverji, átti stórgott fyrsta tímabil á Englandi á síðustu leiktíð. Hjá Chelsea eru þó fyrir afar góðir vinstri bakverðir, þeir Ben Chilwell og Marcos Alonso. Alonso er aftur á móti á förum til Barcelona ef að líkum lætur en samkeppnin verður væntanlega mikil á milli Cucurella og Chilwell sem glímdi mikið við meiðsli á síðustu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira
Á heimasíðu Brighton er staðfest að um metfé er að ræða í sögu félagsins og aldrei hefur hærra fé verið greitt fyrir vinstri bakvörð. Aðeins tveir dagar eru síðan að Brighton fullyrti að þvert gegn fréttum ýmissa fjölmiðla væri ekkert samkomulag í höfn við nokkurt félag varðandi sölu á Cucurella. Þau tíðindi urðu til þess að ýmsir töldu félagaskiptavéfréttina Fabrizio Romano, sem hreinlega virðist sjá allt og heyra þegar kemur að félagaskiptum í knattspyrnuheiminum, hafa brugðist eða logið að fylgjendum sínum. Romano sagði þá að það ætti eftir að koma í ljós hver hefði logið og reyndist svo hafa rétt fyrir sér um að Cucurella færi til Chelsea. Hann sagði svo frá því í dag að kaupverðið næmi 55 milljónum punda auk 7 milljóna viðbótargreiðslna, og er samningur Cucurella við nýja félagið til næstu sex ára. Marc Cucurella deal details #CFC Chelsra pay £55m guaranteed fee plus £7m add-ons; Record transfer fee for a left back; Cucurella signs until 2028; Brighton sign Lewi Colwill on a loan deal without buy option.Here s Cucu first pic as new Chelsea player pic.twitter.com/aFlce1gQmK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 5, 2022 Cucurella, sem er 24 ára Spánverji, átti stórgott fyrsta tímabil á Englandi á síðustu leiktíð. Hjá Chelsea eru þó fyrir afar góðir vinstri bakverðir, þeir Ben Chilwell og Marcos Alonso. Alonso er aftur á móti á förum til Barcelona ef að líkum lætur en samkeppnin verður væntanlega mikil á milli Cucurella og Chilwell sem glímdi mikið við meiðsli á síðustu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira