Til Chelsea fyrir metfé og véfréttin fagnar sigri Sindri Sverrisson skrifar 5. ágúst 2022 13:00 Marc Cucurella er orðinn leikmaður Chelsea og verður mögulega með liðinu gegn Everton á morgun. Chelsea FC Vinstri bakvörðurinn Marc Cucurella var í dag kynntur sem nýjasti leikmaður Chelsea en félagið er sagt greiða Brighton alls um 62 milljónir punda fyrir leikmanninn þegar allt er talið. Á heimasíðu Brighton er staðfest að um metfé er að ræða í sögu félagsins og aldrei hefur hærra fé verið greitt fyrir vinstri bakvörð. Aðeins tveir dagar eru síðan að Brighton fullyrti að þvert gegn fréttum ýmissa fjölmiðla væri ekkert samkomulag í höfn við nokkurt félag varðandi sölu á Cucurella. Þau tíðindi urðu til þess að ýmsir töldu félagaskiptavéfréttina Fabrizio Romano, sem hreinlega virðist sjá allt og heyra þegar kemur að félagaskiptum í knattspyrnuheiminum, hafa brugðist eða logið að fylgjendum sínum. Romano sagði þá að það ætti eftir að koma í ljós hver hefði logið og reyndist svo hafa rétt fyrir sér um að Cucurella færi til Chelsea. Hann sagði svo frá því í dag að kaupverðið næmi 55 milljónum punda auk 7 milljóna viðbótargreiðslna, og er samningur Cucurella við nýja félagið til næstu sex ára. Marc Cucurella deal details #CFC Chelsra pay £55m guaranteed fee plus £7m add-ons; Record transfer fee for a left back; Cucurella signs until 2028; Brighton sign Lewi Colwill on a loan deal without buy option.Here s Cucu first pic as new Chelsea player pic.twitter.com/aFlce1gQmK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 5, 2022 Cucurella, sem er 24 ára Spánverji, átti stórgott fyrsta tímabil á Englandi á síðustu leiktíð. Hjá Chelsea eru þó fyrir afar góðir vinstri bakverðir, þeir Ben Chilwell og Marcos Alonso. Alonso er aftur á móti á förum til Barcelona ef að líkum lætur en samkeppnin verður væntanlega mikil á milli Cucurella og Chilwell sem glímdi mikið við meiðsli á síðustu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Handbolti Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
Á heimasíðu Brighton er staðfest að um metfé er að ræða í sögu félagsins og aldrei hefur hærra fé verið greitt fyrir vinstri bakvörð. Aðeins tveir dagar eru síðan að Brighton fullyrti að þvert gegn fréttum ýmissa fjölmiðla væri ekkert samkomulag í höfn við nokkurt félag varðandi sölu á Cucurella. Þau tíðindi urðu til þess að ýmsir töldu félagaskiptavéfréttina Fabrizio Romano, sem hreinlega virðist sjá allt og heyra þegar kemur að félagaskiptum í knattspyrnuheiminum, hafa brugðist eða logið að fylgjendum sínum. Romano sagði þá að það ætti eftir að koma í ljós hver hefði logið og reyndist svo hafa rétt fyrir sér um að Cucurella færi til Chelsea. Hann sagði svo frá því í dag að kaupverðið næmi 55 milljónum punda auk 7 milljóna viðbótargreiðslna, og er samningur Cucurella við nýja félagið til næstu sex ára. Marc Cucurella deal details #CFC Chelsra pay £55m guaranteed fee plus £7m add-ons; Record transfer fee for a left back; Cucurella signs until 2028; Brighton sign Lewi Colwill on a loan deal without buy option.Here s Cucu first pic as new Chelsea player pic.twitter.com/aFlce1gQmK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 5, 2022 Cucurella, sem er 24 ára Spánverji, átti stórgott fyrsta tímabil á Englandi á síðustu leiktíð. Hjá Chelsea eru þó fyrir afar góðir vinstri bakverðir, þeir Ben Chilwell og Marcos Alonso. Alonso er aftur á móti á förum til Barcelona ef að líkum lætur en samkeppnin verður væntanlega mikil á milli Cucurella og Chilwell sem glímdi mikið við meiðsli á síðustu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Handbolti Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira