Innlent

Varað við mikilli rigningu á morgun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Búast má við talsverðri rigningu á spásvæðunum tveimur.
Búast má við talsverðri rigningu á spásvæðunum tveimur. Veðurstofan

Gul veðurviðvörun er í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra sem og Norðurlandi eystra. Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu. Auknar líkur eru á grjóthruni og skriðuföllum.

Viðvaranirnar taka gildi klukkan þrjú og fjögur í nótt og eru í gildi til klukkan níu og tíu annað kvöld.

Á vef Veðurstofunnar segir að búist sé við vexti í ám og lækjum og geta vatnsföll farið staðbundið yfir bakka sína. Auknar líkur eru grjóthruni og skriðuföllum.

Þeim sem hyggja á útivist er bent á hættu á kælingu og vosbúð vegna rigningar, strekkings norðanáttar og lágs lofthita.


Tengdar fréttir

Veður í júlí sjaldan eins skítt

Veðurfar það sem af er sumri hefur verið í slöku meðallagi. Þetta upplýsir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sinn. Meðalhitinn í júlí var einni græðu lægri að meðaltali en á tímabilinu 1991 til 2020.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×