Innlent

Veður í júlí sjaldan eins skítt

Jakob Bjarnar skrifar
Hæsta hámark hita í júlí reyndist ekki nema 15,9 gráður á Celsíus. Fara þarf aftur til júlí árið 1989 til að finna lægra hæsta hámark.
Hæsta hámark hita í júlí reyndist ekki nema 15,9 gráður á Celsíus. Fara þarf aftur til júlí árið 1989 til að finna lægra hæsta hámark. vísir/vilhelm

Veðurfar það sem af er sumri hefur verið í slöku meðallagi. Þetta upplýsir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sinn. Meðalhitinn í júlí var einni gráðu lægri að meðaltali en á tímabilinu 1991 til 2020.

Einar segir að kaldara hafi verið í veðri 2015. Hann rekur síðan ýmsar staðreyndir sem eru sumrinu 2022 ekki í vil. Sólskinsstundir voru heldur færri en að meðaltali í júlí undanfarin árin. Og úrkoma heldur meiri.

„Það sem mér finnast mestu tíðindin frá nýliðnum mánuði í Reykjavík er sú staðreynd að hæsta hámark hita mánaðarins reyndist ekki nema 15,9˚C. Fara þarf aftur til júlí árið 1989 til að finna lægra hæsta hámark. Sá mánuður komst reyndar í sögubækurnar fyrir sólarleysi!“ segir Einar forviða.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Ekkert hefur veitt af því að vera í úlpu í sumar.

Veðurfræðingurinn segir það meira að segja svo að á stöðvum á hálendinu mældust betri dagar en í höfuðborginni.

Þá greinir Einar frá því að á Akureyri hafi hitinn verið í meðallagi sem eru mikil viðbrigði samt frá methita í fyrrasumar.

„Á landsvísu kom varla fyrir nokkur dagur sem kalla mætti hlýjan í júlí og heilt yfir var laugardagurinn 30. júlí sá kaldasti.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.