Erlent

Skotinn til bana í Ör­ebro

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lögreglan kannar hvort tengsl séu milli skotárásanna.
Lögreglan kannar hvort tengsl séu milli skotárásanna. Getty

Karlmaður á þrítugsaldri var skotinn til bana í sænsku borginni Örebro í gærkvöldi. Fjölmennt lögreglulið vinnur að rannsókn málsins en enginn hefur verið handtekinn.

Tilkynnt var um skotárásina laust eftir klukkan tíu í gærkvöldi og vettvangurinn var girtur af í kjölfarið. Sænska ríkissjónvarpið greinir frá.

Annar á tvítugsaldri var skotinn í Farsta strand, úthverfi Stokkhólms, klukkan ellefu í gærkvöldi og var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Átján ára karlmaður var handtekinn grunaður um verknaðinn en var sleppt úr haldi skömmu síðar.

Ekki er ljóst hvort tengsl séu milli skotárásanna en aðeins tvær vikur eru síðan ungur maður var skotinn til bana í Farsta strand.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.