Erlent

Biden aftur með Covid

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Joe Biden fékk jákvætt Covid-próf í dag og þarf að fara aftur í einangrun, þremur dögum eftir að hann fékk neikvætt próf.
Joe Biden fékk jákvætt Covid-próf í dag og þarf að fara aftur í einangrun, þremur dögum eftir að hann fékk neikvætt próf. AP/Susan Walsh

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, mældist aftur jákvæður fyrir Covid-19 í dag. Hann þarf því að fara í fimm daga einangrun að nýju, aðeins þremur dögum eftir að hann fékk neikvætt próf og yfirgaf einangrun.

Biden mældist fyrst með jákvætt Covid-próf þann 21. júlí síðastliðinn og fór þá í einangrun. Hins vegar yfirgaf hann einangrun fyrir þremur dögum síðan eftir að hafa fengið neikvætt próf. 

Nú hefur hann mælst jákvæður að nýju og er því í sjaldgæfum hópi af fólki sem hefur smitast aftur af Covid-19 eftir að hafa fengið með veirulyfinu Paxlovid.

Dr. Kevin O'Connor, læknir Hvíta hússsins, segir í bréfi að þrátt fyrir endursmitið finni Biden ekki fyrir einkennum og líði vel.


Tengdar fréttir

Biden með Covid

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur greinst með Covid-19 sjúkdóminn en finnur aðeins fyrir smávægilegum einkennum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×