Erlent

Biden með Covid

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Joe Biden, Bandaríkjaforseti
Joe Biden, Bandaríkjaforseti AP

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur greinst með Covid-19 sjúkdóminn en finnur aðeins fyrir smávægilegum einkennum.

Fjölmiðlafulltrúi hans greindi fá þessu en bætti við að einkennin væru lítil.

Karine Jean-Pierre er fjölmiðlafulltrúi forsetans. Hún segir Biden hafa greinst í morgun en tók einnig fram að hann sé fullbólusettur og fengið örvunaskammt tvisvar.

Biden hafi að auki byrjað strax að taka Paxlovid lyfið, sem er nýtt Covid-lyf. Hann muni einangra sig í Hvíta húsinu en halda áfram að gegna skyldum sínum „að fullu“.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.