Sakfelldur fyrir að bana unglingi sem hann hitti aldrei Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. júlí 2022 14:31 Artur Borzecki/Getty Images Rúmlega sextugur karl hefur verið sakfelldur í Katalóníu á Spáni fyrir að hafa banað 17 ára unglingi. Maðurinn hitti unglinginn aldrei og þeir höfðu einungis átt í samskiptum í einn sólarhring. Íván var venjulegur 17 ára unglingur sem gekk vel í skóla, hafði gaman af fótbolta og stundaði píanónám. Dag nokkurn fór hann inn á stefnumótasíðu og byrjaði að spjalla við karlmann. Þegar hann uppgötvaði að maðurinn var meira en 40 árum eldri, sá hann að sér og reyndi að slíta samskiptunum. Sendi mörg hundruð hótanir Hinn fullorðni karl setti þá í gang skæðadrífu skilaboða á WhatsApp, sem er eitt útbreiddasta samskiptaforrit á Spáni. Hann sagði drengnum að hann skyldi sjá eftir þessu og að hann skyldi ná sér niðri á honum. Hann hótaði honum misþyrmingum og að hann myndi skaða foreldra hans. Áreitið og hótanirnar stóðu yfir látlaust í 7 klukkustundir, á 3ja klukkustunda tímabili sendi hann Iván 219 andstyggileg skilaboð. Iván bað manninn afsökunar, lofaði að gera hvað sem væri, bara ef maðurinn léti sig og fjölskylduna í friði. Loks var líðan drengsins orðin það slæm, að hann sagðist vera að hugsa um að taka eigið líf. Sá sextugi sagði að sér gæti ekki staðið meira á sama og hvatti hann til þess fremur en hitt. Tók eigið líf Við svo búið, undir kvöldmatarleyti, fór Iván upp á þak byggingar, kastaði sér niður og lést samstundis. Þetta var í desember 2016. Af einhverjum ástæðum láðist algerlega að kanna innihald farsímans hans og það var ekki fyrr en 8 mánuðum síðar, sem hótanir hins sextuga karls, Vicente Paradís, urðu lýðum ljósar. Vicente Paradís var á fimmtudag fundinn sekur um að hafa orðið Iván að bana. Hann má nú vænta þess að verða dæmdur í allt að 16 ára fangelsi. Paradís hefur á meðan réttarhöldin hafa staðið yfir, sýnt af sér svipaða hegðun og lesa mátti út úr skilaboðunum 219 sem hann sendi Iván. Að honum stæði hjartanlega á sama. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Íván var venjulegur 17 ára unglingur sem gekk vel í skóla, hafði gaman af fótbolta og stundaði píanónám. Dag nokkurn fór hann inn á stefnumótasíðu og byrjaði að spjalla við karlmann. Þegar hann uppgötvaði að maðurinn var meira en 40 árum eldri, sá hann að sér og reyndi að slíta samskiptunum. Sendi mörg hundruð hótanir Hinn fullorðni karl setti þá í gang skæðadrífu skilaboða á WhatsApp, sem er eitt útbreiddasta samskiptaforrit á Spáni. Hann sagði drengnum að hann skyldi sjá eftir þessu og að hann skyldi ná sér niðri á honum. Hann hótaði honum misþyrmingum og að hann myndi skaða foreldra hans. Áreitið og hótanirnar stóðu yfir látlaust í 7 klukkustundir, á 3ja klukkustunda tímabili sendi hann Iván 219 andstyggileg skilaboð. Iván bað manninn afsökunar, lofaði að gera hvað sem væri, bara ef maðurinn léti sig og fjölskylduna í friði. Loks var líðan drengsins orðin það slæm, að hann sagðist vera að hugsa um að taka eigið líf. Sá sextugi sagði að sér gæti ekki staðið meira á sama og hvatti hann til þess fremur en hitt. Tók eigið líf Við svo búið, undir kvöldmatarleyti, fór Iván upp á þak byggingar, kastaði sér niður og lést samstundis. Þetta var í desember 2016. Af einhverjum ástæðum láðist algerlega að kanna innihald farsímans hans og það var ekki fyrr en 8 mánuðum síðar, sem hótanir hins sextuga karls, Vicente Paradís, urðu lýðum ljósar. Vicente Paradís var á fimmtudag fundinn sekur um að hafa orðið Iván að bana. Hann má nú vænta þess að verða dæmdur í allt að 16 ára fangelsi. Paradís hefur á meðan réttarhöldin hafa staðið yfir, sýnt af sér svipaða hegðun og lesa mátti út úr skilaboðunum 219 sem hann sendi Iván. Að honum stæði hjartanlega á sama.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira