Erlent

Útilokar ekki að setjast í helgan stein

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Páfinn hefur áhyggjur af hrakandi heilsu.
Páfinn hefur áhyggjur af hrakandi heilsu. Getty/Neudecker

Frans páfi segir ekki útilokað að hann muni setjast í helgan stein vegna heilsubrests. Hann kveðst ekki tilbúinn að kveðja embættið strax en möguleikann þurfi hann að íhuga.

Hinn 85 ára gamli Frans páfi segist hræddur um að ná ekki að sinna embætti sínu jafn vel og áður, heilsunnar vegna. Hann fór nýlega í aðgerð á hné og hefur notað hjólastól að miklu leyti síðan.

Páfinn segir að embættinu fylgi þar að auki stanslaus ferðalög sem tekið geti á. Þetta sagði hann við blaðamenn í Kanada, samkvæmt Breska ríkisútvarpinu.

„Það er enginn heimsendir að skipta um páfa og það er alveg inni í myndinni að setjast í helgan stein. Ég er enn ekki kominn á þann stað en ég finn að ég muni ekki geta haldið áfram að ferðast jafn mikið og ég gerði áður. Annaðhvort þarf ég að fara mér hægar í starfi eða íhuga þann möguleika að stíga til hliðar,“ sagði páfinn við blaðamenn.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×