Í tilkynningu Vegagerðarinnar segir að í nótt muni snjóa á hálendinu norðan Vatnajökuls. Á sunnudag verði Norðvestan-stormur með hviðum á Norðausturlandi, frá Tjörnesi austur á Hérað en spurning með Austfirði.
Þá verði hætt við krapa og snjó á Möðrudalsöræfum á sunnudag og aðfaranótt mánudags.
#Veður Aðgát um helgina: 1) Í nótt snjóar á hálendinu norðan Vatnajökuls. 2) Á sunnudag norðaustanlands er spáð NV-stormi með hviðum. Frá Tjörnesi, austur á Hérað. Spurning með Austfirði. 3) Seint á sunnudag og um nóttina er hætt við krapa og snjó á Möðrudalsöræfum. #Færðin pic.twitter.com/4Yce93EqPE
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) July 29, 2022