Enski boltinn

Ein af þremur nauðgunar­á­kærum úr­vals­deildar­leik­mannsins felld niður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmaðurinn fær áfram að æfa og spila með sínu liði í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir rannsóknina gegn honum.
Leikmaðurinn fær áfram að æfa og spila með sínu liði í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir rannsóknina gegn honum. Getty/Visionhaus

Lögreglan í Bretlandi hefur hætt rannsókn sinni á einni af meintum nauðgunum enska úrvalsdeildarleikmannsins sem var handtekinn fyrr í sumar.

Leikmaðurinn er 29 ára gamall en hefur ekki verið nafngreindur.

Hann var fyrst handtekinn vegna ásakana um nauðgun í júnímánuði og seinna bættust við tvær nauðgunarákærur.

Þær voru síðan í apríl 2021 og júní 2021. Lundúnalögreglan gaf það út í gær að hún hafi fellt niður rannsókn á meintri nauðgun síðan í júní í fyrra.

Trygging leikmannsins hefur nú verið framlengd fram í október en hún var til byrja með í gildi fram í ágúst.

13. júlí síðastliðinn sagði félag leikmannsins, sem hefur heldur ekki verið opinberað, að leikmaðurinn verði ekki settur í bann á meðan málið er rannsakað.

Leikmaðurinn hefur neitað allri sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×