Erlent

Í­búar fari í kaldar sturtur til þess að spara gas

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Heitt vatn verður ekki aðgengilegt í almenningssturtum í Hannover í Þýskalandi. Mynd tengist frétt ekki beint.
Heitt vatn verður ekki aðgengilegt í almenningssturtum í Hannover í Þýskalandi. Mynd tengist frétt ekki beint. Getty/Ralf Geithe

Stjórnvöld í þýsku borginni Hannover hafa skrúfað fyrir heitt vatn í byggingum sem opnar eru almenningi til þess að spara gas en Þjóðverjar hafa kvartað yfir skertu flæði á gasi frá Rússlandi.

Vegna ákvörðunar borgaryfirvalda í Hannover verður ekki hægt að þvo sér um hendur með heitu vatni í byggingum sem opnar eru almenningi eða fara í heita sturtu í sundhöllum eða líkamsræktarstöðvum. BBC greinir frá þessu.

Einnig verður slökkt á gosbrunnum í borginni og ekki verður kveikt á ljósum á nóttunni hjá ráðhúsi eða söfnum borgarinnar í nafni orkusparnaðar. Borgin mun þar að auki banna notkun á auðflytjanlegum loftkælingum og ofnum.

Markmið borgarinnar er að skera niður orkunotkun sína um 15 prósent til þess að vegna yfirvofandi skorts á gasi. Þetta markmið er í takti við áætlun Evrópusambandsins sem hvatti aðildarríki á dögunum til niðurskurðar í gasnotkun vegna lítils flæðis í gegnum Nord Stream gasleiðsluna.

Áður en stríðið í Úkraínu hófst fluttu Þjóðverjar inn yfir helming af gasbirgðum sínum frá Rússlandi og mest af því kom í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna. Í lok júní hafði hlutfallið lækkaði niður í rétt yfir fjórðung.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.