Erlent

Stærsti bleiki demanturinn í þrjú hundruð ár

Bjarki Sigurðsson skrifar
Demanturinn Lulo Rose.
Demanturinn Lulo Rose. Lulo Diamond Company

Námumenn í Angóla grófu upp 170 karata bleikan demant í gær. Stærri bleikur demantur hefur ekki fundist í þrjú hundruð ár.

Demanturinn hefur fengið nafnið Lulo Rose en náman sem hann fannst í heitir Lulo og er í Lunda Norte-svæðinu í Angóla. Náman er í eigu fyrirtækjanna Endiama og Rosas & Petalas.

Í umfjöllun CNN segir að einn af hverjum tíu þúsund demöntum séu litaðir og aðeinn af hverjum hundrað sé yfir 10,8 karöt að stærð. Því er um að ræða stórfenglegan fund.

Demanturinn mun fara á uppboð hjá uppboðshúsinu Sodiam í Angóla á næstunni en ekki er búið að setja verð á hann. Það á að skoða hann betur og mæla áður en það er gert.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.