Samkvæmt The Guardian lést Lovelock eftir slæm veikindi eftir slæmt fall fyrir sex mánuðum síðan. Hann lést á heimili sínu umkringdur fjölskyldu sinni.
Lovelock er þekktastur fyrir Gaia-kenninguna sem fjallar um að Jörðin sé öll lifandi heild.
„Nánar tiltekið segir kenningin að lífið á Jörðinni sé ekki til komið af tilviljun einni (háðri heppilegri staðsetningu hnattarins í sólkerfinu) heldur stuðli lífmassinn allur að því, með virkum hætti, að hin heppilegu skilyrði til lífs á Jörðinni haldist sem lengst,“ segir í svari Þorsteins G. Berghreinssonar um Gaia-kenninguna á Vísindavefnum.
Lovelock var mikill umhverfissinni og hélt því fram síðustu ár að aðeins eitt prósent lífhvolsins sé eftir.
Lovelock var þó ansi umdeildur um langt skeið, þá sérstaklega þar sem hann talaði um kjarnorku sem umhverfisvænan orkugjafa. Í dag eru þó flestir sammála þessari kenningu hans.