Erlent

Á­rásar­gjarni apinn fundinn og drepinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Macaque-apar að halda á sér hita með því að knúsast.
Macaque-apar að halda á sér hita með því að knúsast. Getty

Heimamenn í borginni Yamaguchi í Japan höfðu uppi á apa, sem hafði ráðist á tæplega fimmtíu manns í borginni, og drápu hann. Talið er að aðrir apar úr hóp hans séu þó enn lausir og hafa árásir haldið áfram eftir að apinn var drepinn.

Árásargjarn macaque-api hafði hrellt íbúa borgarinnar Yamaguchi í nokkrar vikur. Hann hafði brotist inn til einhverra og ráðist á fólk á öllum aldri. Það kom ekki fram fyrr en í þessari viku að talið væri að apinn væri ekki einn á ferð og væri hluti af gengi.

Apinn, sem talinn er hafa verið leiðtogi gengisins, var felldur í gær eftir að hann fannst á skólalóð í borginni. Þrátt fyrir að hann hafi verið drepinn halda árásirnar áfram og því ljóst að yfirvöld eiga eftir að halda apaveiðunum áfram.

Macaque-apar voru eitt sinn í útrýmingarhættu en stofninn hefur verið að stækka síðustu ár. Samkvæmt rannsókn frá Yamagata-háskóla hefur þó þessi fjölgun apanna orðið til þess að þeir lendi oftar í útistöðum við mannfólk.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×