Erlent

Lýsa yfir al­þjóð­legu neyðar­á­standi vegna apa­bólu

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsir yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna apabólu. 
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsir yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna apabólu.  Getty/Jakub Porzycki

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna útbreiðslu apabólu. Þetta var tilkynnt í dag í kjölfar annars fundar neyðarnefndar vegna málsins.

Aðalforstjóri stofnunarinnar, Tedros Adhanom Ghebreyesus segir nefndina hafa átt erfitt með að komast að samhljóða áliti vegna málsins. Nefndin hafi komist að þessari niðurstöðu með því að taka tillit til þeirra fimm skilyrða sem þurfi að vera til staðar til þess að hægt sé að lýsa yfir neyðarástandi. CNN greinir frá þessu.

Í júní greindi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin frá því að ekki þyrfti að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna apabólu en fyrstu tilfelli hennar greindust hér á landi 8. júní síðastliðinn.

Á heimasíðu landlæknis kemur fram að apabóla sé ekki bráðsmitandi og smitleiðir séu aðallega snertismit. „Smitefni í vessa í útbrotum [geti] borist við náið samneyti til annarra gegnum rofna húð og slímhúð.“ 

Tedros segir apabólu í augnablikinu vera vandamál innan samfélags samkynhneigðra karlmanna en það þýði að með réttum viðbrögðum sé hægt að stöðva útbreiðslu hennar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.