Erlent

Ekki þurfi að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna apabólu

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki tilefni til að lýsa yfir neyðarástandi vegna faraldurs apabólu að svo stöddu.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki tilefni til að lýsa yfir neyðarástandi vegna faraldurs apabólu að svo stöddu. Getty/Nikos Pekiaridis

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að ekki þurfi að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna faraldurs apabólu. Það þurfi hins vegar að fylgjast grannt með faraldrinum sem hefur brotist út í meira en 50 löndum.

Í yfirlýsingu á laugardag, sagði neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), að margir þættir faraldursins væru óvenjulegir og það þyrfti að viðurkenna að apabóla, sem er landlæg í mörgum Afríkuríkjum, hafi verið afskipt í mörg ár. 

„Þrátt fyrir að nokkrir meðlimir hafi lýst yfir frábrugðnum skoðunum, ákvað nefndin samhljóða að ráðleggja yfirmanni WHO að á þessu stigi skyldi ekki lýsa því yfir að faraldurinn fæli í sér alþjóðlegt neyðarástand,“ sagði WHO í yfirlýsingu sinni.

Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO, kallaði saman neyðarnefnd stofnunarinnar á fimmtudag eftir að hafa lýst yfir áhyggjum yfir faraldri apabólu í löndum þar sem enn hafa ekki greint frá smitum af völdum sjúkdómsins.

Apabóla herjað á Afríku í áratugi

„Það sem gerir núverandi faraldur að sérstöku áhyggjuefni er hröð áframhaldandi útbreiðsla í nýjum löndum og svæðum og áhættan á frekari, viðvarandi smitum hjá viðkvæðum hópum sem innihalda fólk sem er ónæmisbæklað, óléttar konur og börn,“ sagði yfirmaður WHO.

Apabóla hefur herjað á Mið- og Vestur-Afríku í áratugi en þar til í síðasta mánuði hafði sjúkdómurinn ekki verið þekktur fyrir að valda faröldrum í mörgum löndum á sama tíma né hjá fólki sem hefði engin tengsl við álfuna gegnum ferðalög.

Í þessari viku staðfesti WHO meira en 3.200 smit apabólu í um 40 löndum sem hafa ekki áður greint frá sjúkdómnum. Stærstur hluti tilfellanna er hjá mönnum sem eru samkynhneigðir, tvíkynhneigðir eða stunda mök með öðrum mönnum. Yfir 80 prósent þessara tilfella voru í Evrópu.

Nánar má lesa um yfirlýsingu WHO í frétt AP.


Tengdar fréttir

Apabólan fær nýtt nafn

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum.

Ó­al­gengt að vera ein­kenna­laus

Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×