Ekki þurfi að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna apabólu Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. júní 2022 22:54 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki tilefni til að lýsa yfir neyðarástandi vegna faraldurs apabólu að svo stöddu. Getty/Nikos Pekiaridis Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að ekki þurfi að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna faraldurs apabólu. Það þurfi hins vegar að fylgjast grannt með faraldrinum sem hefur brotist út í meira en 50 löndum. Í yfirlýsingu á laugardag, sagði neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), að margir þættir faraldursins væru óvenjulegir og það þyrfti að viðurkenna að apabóla, sem er landlæg í mörgum Afríkuríkjum, hafi verið afskipt í mörg ár. „Þrátt fyrir að nokkrir meðlimir hafi lýst yfir frábrugðnum skoðunum, ákvað nefndin samhljóða að ráðleggja yfirmanni WHO að á þessu stigi skyldi ekki lýsa því yfir að faraldurinn fæli í sér alþjóðlegt neyðarástand,“ sagði WHO í yfirlýsingu sinni. Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO, kallaði saman neyðarnefnd stofnunarinnar á fimmtudag eftir að hafa lýst yfir áhyggjum yfir faraldri apabólu í löndum þar sem enn hafa ekki greint frá smitum af völdum sjúkdómsins. Apabóla herjað á Afríku í áratugi „Það sem gerir núverandi faraldur að sérstöku áhyggjuefni er hröð áframhaldandi útbreiðsla í nýjum löndum og svæðum og áhættan á frekari, viðvarandi smitum hjá viðkvæðum hópum sem innihalda fólk sem er ónæmisbæklað, óléttar konur og börn,“ sagði yfirmaður WHO. Apabóla hefur herjað á Mið- og Vestur-Afríku í áratugi en þar til í síðasta mánuði hafði sjúkdómurinn ekki verið þekktur fyrir að valda faröldrum í mörgum löndum á sama tíma né hjá fólki sem hefði engin tengsl við álfuna gegnum ferðalög. Í þessari viku staðfesti WHO meira en 3.200 smit apabólu í um 40 löndum sem hafa ekki áður greint frá sjúkdómnum. Stærstur hluti tilfellanna er hjá mönnum sem eru samkynhneigðir, tvíkynhneigðir eða stunda mök með öðrum mönnum. Yfir 80 prósent þessara tilfella voru í Evrópu. Nánar má lesa um yfirlýsingu WHO í frétt AP. Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Eigingjörn nálgun getur haft skaðlegar afleiðingar síðar meir“ Tilfellum apabólu fjölgar nú hratt í Evrópu og er til skoðunar að lýsa yfir neyðarástandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við slæmum afleiðingum ef ríkari lönd sýna ekki samstarfsvilja til að bregðast við útbreiðslunni. 20. júní 2022 07:01 Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29 Óalgengt að vera einkennalaus Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum. 14. júní 2022 10:29 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Í yfirlýsingu á laugardag, sagði neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), að margir þættir faraldursins væru óvenjulegir og það þyrfti að viðurkenna að apabóla, sem er landlæg í mörgum Afríkuríkjum, hafi verið afskipt í mörg ár. „Þrátt fyrir að nokkrir meðlimir hafi lýst yfir frábrugðnum skoðunum, ákvað nefndin samhljóða að ráðleggja yfirmanni WHO að á þessu stigi skyldi ekki lýsa því yfir að faraldurinn fæli í sér alþjóðlegt neyðarástand,“ sagði WHO í yfirlýsingu sinni. Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO, kallaði saman neyðarnefnd stofnunarinnar á fimmtudag eftir að hafa lýst yfir áhyggjum yfir faraldri apabólu í löndum þar sem enn hafa ekki greint frá smitum af völdum sjúkdómsins. Apabóla herjað á Afríku í áratugi „Það sem gerir núverandi faraldur að sérstöku áhyggjuefni er hröð áframhaldandi útbreiðsla í nýjum löndum og svæðum og áhættan á frekari, viðvarandi smitum hjá viðkvæðum hópum sem innihalda fólk sem er ónæmisbæklað, óléttar konur og börn,“ sagði yfirmaður WHO. Apabóla hefur herjað á Mið- og Vestur-Afríku í áratugi en þar til í síðasta mánuði hafði sjúkdómurinn ekki verið þekktur fyrir að valda faröldrum í mörgum löndum á sama tíma né hjá fólki sem hefði engin tengsl við álfuna gegnum ferðalög. Í þessari viku staðfesti WHO meira en 3.200 smit apabólu í um 40 löndum sem hafa ekki áður greint frá sjúkdómnum. Stærstur hluti tilfellanna er hjá mönnum sem eru samkynhneigðir, tvíkynhneigðir eða stunda mök með öðrum mönnum. Yfir 80 prósent þessara tilfella voru í Evrópu. Nánar má lesa um yfirlýsingu WHO í frétt AP.
Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Eigingjörn nálgun getur haft skaðlegar afleiðingar síðar meir“ Tilfellum apabólu fjölgar nú hratt í Evrópu og er til skoðunar að lýsa yfir neyðarástandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við slæmum afleiðingum ef ríkari lönd sýna ekki samstarfsvilja til að bregðast við útbreiðslunni. 20. júní 2022 07:01 Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29 Óalgengt að vera einkennalaus Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum. 14. júní 2022 10:29 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
„Eigingjörn nálgun getur haft skaðlegar afleiðingar síðar meir“ Tilfellum apabólu fjölgar nú hratt í Evrópu og er til skoðunar að lýsa yfir neyðarástandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við slæmum afleiðingum ef ríkari lönd sýna ekki samstarfsvilja til að bregðast við útbreiðslunni. 20. júní 2022 07:01
Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29
Óalgengt að vera einkennalaus Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum. 14. júní 2022 10:29