Guterres segir samninginn það mikilvægasta sem hann hafi gert hjá SÞ Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2022 15:22 Sergey Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, Hulusi Akar, varnarmálaráðherra Tyrklands, Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands undirrituðu samkomulagið. Epa/SEDAT SUNA Fulltrúar Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa undirritað samning sem mun greiða fyrir langþráðum útflutningi á korni frá Úkraínu. Samningurinn gerir Úkraínu kleift að flytja út um 20 milljón tonn af korni sem hafa lengi verið föst í höfnum landsins. Rússar hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að koma í veg fyrir útflutninginn og Sameinuðu þjóðirnar sagt aðgerðirnar ógna fæðuöryggi víða um heim. Mörg ríki eru háð kornvörum frá Úkraínu sem hefur lengi verið einn stærsti útflytjandi hveitis, korns og sólblómaolíu í heiminum. Matvælaverð á hrávörumörkuðum hefur lækkað eftir að fregnir bárust af samkomulaginu sem undirritað var upp úr klukkan 14 á íslenskum tíma. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hélt til Istanbúl í Tyrklandi í dag til að undirrita samninginn en tyrknesk stjórnvöld hafa haft milligöngu um sáttaviðræðurnar. Guterres segir að undirritun samkomulagsins kveiki vonarneista á tímum stríðs og líklega sé um að ræða hans mikilvægasta verk frá því að hann tók við stjórnartaumunum hjá SÞ árið 2017. Tyrkir hafa eftirlit með skipunum Í samkomulaginu fallast rússnesk stjórnvöld á vopnahlé til þess að liðka fyrir kornútflutningunum og munu Tyrkir hafa eftirlit með skipunum til að koma í veg fyrir að þau verði nýtt undir vopnaflutninga. Úkraínski þingmaðurinn Oleksiy Goncharenko situr á þingi fyrir hafnarborgina Odessa þar sem mikið magn korns hefur safnast upp síðustu mánuði. Goncharenko segir í samtali við BBC að hann reikni með því að útflutningur geti hafist í næstu viku ef allt sé til reiðu. Þrátt fyrir niðurstöðuna segist hann eiga erfitt með að treysta því að rússnesk stjórnvöld muni efna samkomulagið í ljósi fyrri hegðunar. Fram kemur í frétt BBC að Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hafi lengi fest kaup á korni frá Úkraínu til að brauðfæða ríki sem standi frammi fyrir hungursneyð. Á seinasta ári neyttu um 400 milljónir manna korns frá Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Landbúnaður Tyrkland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim. 22. júlí 2022 10:44 Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Rússar hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að koma í veg fyrir útflutninginn og Sameinuðu þjóðirnar sagt aðgerðirnar ógna fæðuöryggi víða um heim. Mörg ríki eru háð kornvörum frá Úkraínu sem hefur lengi verið einn stærsti útflytjandi hveitis, korns og sólblómaolíu í heiminum. Matvælaverð á hrávörumörkuðum hefur lækkað eftir að fregnir bárust af samkomulaginu sem undirritað var upp úr klukkan 14 á íslenskum tíma. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hélt til Istanbúl í Tyrklandi í dag til að undirrita samninginn en tyrknesk stjórnvöld hafa haft milligöngu um sáttaviðræðurnar. Guterres segir að undirritun samkomulagsins kveiki vonarneista á tímum stríðs og líklega sé um að ræða hans mikilvægasta verk frá því að hann tók við stjórnartaumunum hjá SÞ árið 2017. Tyrkir hafa eftirlit með skipunum Í samkomulaginu fallast rússnesk stjórnvöld á vopnahlé til þess að liðka fyrir kornútflutningunum og munu Tyrkir hafa eftirlit með skipunum til að koma í veg fyrir að þau verði nýtt undir vopnaflutninga. Úkraínski þingmaðurinn Oleksiy Goncharenko situr á þingi fyrir hafnarborgina Odessa þar sem mikið magn korns hefur safnast upp síðustu mánuði. Goncharenko segir í samtali við BBC að hann reikni með því að útflutningur geti hafist í næstu viku ef allt sé til reiðu. Þrátt fyrir niðurstöðuna segist hann eiga erfitt með að treysta því að rússnesk stjórnvöld muni efna samkomulagið í ljósi fyrri hegðunar. Fram kemur í frétt BBC að Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hafi lengi fest kaup á korni frá Úkraínu til að brauðfæða ríki sem standi frammi fyrir hungursneyð. Á seinasta ári neyttu um 400 milljónir manna korns frá Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Landbúnaður Tyrkland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim. 22. júlí 2022 10:44 Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim. 22. júlí 2022 10:44