Erlent

Fundu Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarka

Bjarki Sigurðsson skrifar
Eitt eggjanna sem geymt er í Kreml. Þetta er þó ekki eggið sem fannst á snekkju Kerimov.
Eitt eggjanna sem geymt er í Kreml. Þetta er þó ekki eggið sem fannst á snekkju Kerimov. Getty/Mikhail Svetlov

Bandarísk yfirvöld hafa fundið Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarkans Suleiman Kerimov. Lagt var hald á snekkjuna í Fiji í kjölfar innrás Rússa í Úkraínu.

Fabergé-eggin voru smíðuð af Peter Carl Fabergé á árunum 1885 til 1917 en aðeins 69 egg voru framleidd. Talið er að aðeins 57 egg séu eftir en þau eru flest öll í eigu mismunandi safna um allan heim. CNN greinir frá fundinum.

Suleiman Kerimov.EPA/Yuri Kochetkov

Það eru þó sjö egg í einkaeigu og sex egg sem talin eru vera týnd. Hvort eggið sem fannst um borð í snekkju Kerimov hafi áður verið týnt eða eitt af þeim örfáu í einkaeigu er ekki vitað.

Flest eggin, alls fimmtán talsins, eru í eigu Rússans Viktor Vekselberg sem stofnaði Fabergé-safnið í Sankti Pétursborg. Þá eru tíu egg geymd á safni í Kreml-borgarvirkinu í Moskvu.

Eggin eru með verðmætustu listaverkum heims en dýrasta eggið sem hefur selst seldist á 1,3 milljarð króna á uppboði í New York árið 2002.

Snekkja Kerimov er ansi stór.Getty/Ali Balli


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×