Brighton vill átta milljarða fyrir Cucurella Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 08:31 Hinn hárprúði Mark Cucurella gæti orðið leikmaður Manchester City. Þó aðeins en Brighton & Hove Albion lækkar verðmiðann. Gareth Fuller/Getty Images Pep Guardiola þarf að borga 50 milljónir punda eða rúmlega átta milljarða íslenskra króna til að fá Marc Cucurella, bakvörð Brighton & Hove Albion, í sínar raðir. Englandsmeistarar Manchester City eru enn á ný í leit að nýjum bakverði. Oleksandr Zinchenko er farinn til Arsenal og Benjamin Mendy er í fangelsi og mun líklega aldrei spila knattspyrnu aftur sem atvinnumaður. Guardiola vantar því nýjan bakvörð í annars ágæta bakvarðarsveit sína. Hann horfir hýru auga til landa síns Cucurella sem gekk í raðir Brighton á síðasta ári. Hinn 23 ára gamli Cucurella lék með Barcelona á sínum yngri árum og hefur heillað með spilamennsku sinni á Englandi. Cucurella kostaði Brighton rúmlega 17 milljónir punda en félagið hefur lítinn áhuga á að láta hann fara nema það fái vel borgað. Manchester City bauð 30 milljónir punda í leikmanninn en því tilboði hefur einfaldlega verið hafnað. Brighton vill 50 milljónir punda og ekki krónu minna. Hann yrði ekki fyrsti 50 milljón punda bakvörður City-liðsins en Kyle Walker og áðurnefndur Mendy kostuðu einnig 50 milljónir eða meira á sínum tíma. Brighton turn down Man City offer for Marc Cucurella. Bid ~£30m well below #BHAFC ~£50m valuation & flatly rejected. Talks at early stage + set to continue but #MCFC minded to walk away unless price lowered. By @polballus @AndyNaylorBHAFC @TheAthleticUK https://t.co/xowsAEptqT— David Ornstein (@David_Ornstein) July 21, 2022 David Ornstein, blaðamaður The Athletic, greinir frá því að Man City sé ekki tilbúið að borga uppsett verð og muni snúa sér að öðrum skotmörkum neiti Brighton að lækka verðið á leikmanninum. Man City er ríkjandi Englandsmeistari á meðan Brighton endaði í 9. sæti á síðustu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Englandsmeistarar Manchester City eru enn á ný í leit að nýjum bakverði. Oleksandr Zinchenko er farinn til Arsenal og Benjamin Mendy er í fangelsi og mun líklega aldrei spila knattspyrnu aftur sem atvinnumaður. Guardiola vantar því nýjan bakvörð í annars ágæta bakvarðarsveit sína. Hann horfir hýru auga til landa síns Cucurella sem gekk í raðir Brighton á síðasta ári. Hinn 23 ára gamli Cucurella lék með Barcelona á sínum yngri árum og hefur heillað með spilamennsku sinni á Englandi. Cucurella kostaði Brighton rúmlega 17 milljónir punda en félagið hefur lítinn áhuga á að láta hann fara nema það fái vel borgað. Manchester City bauð 30 milljónir punda í leikmanninn en því tilboði hefur einfaldlega verið hafnað. Brighton vill 50 milljónir punda og ekki krónu minna. Hann yrði ekki fyrsti 50 milljón punda bakvörður City-liðsins en Kyle Walker og áðurnefndur Mendy kostuðu einnig 50 milljónir eða meira á sínum tíma. Brighton turn down Man City offer for Marc Cucurella. Bid ~£30m well below #BHAFC ~£50m valuation & flatly rejected. Talks at early stage + set to continue but #MCFC minded to walk away unless price lowered. By @polballus @AndyNaylorBHAFC @TheAthleticUK https://t.co/xowsAEptqT— David Ornstein (@David_Ornstein) July 21, 2022 David Ornstein, blaðamaður The Athletic, greinir frá því að Man City sé ekki tilbúið að borga uppsett verð og muni snúa sér að öðrum skotmörkum neiti Brighton að lækka verðið á leikmanninum. Man City er ríkjandi Englandsmeistari á meðan Brighton endaði í 9. sæti á síðustu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira