Bjóða kennurum fúlgur fjár til að fara til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 18. júlí 2022 15:17 Úkraínskur hermaður virðir fyrir sér skóla í Kharkiv-héraði, sem stórskemmdist í árás Rússa. AP/Evgeniy Maloletka Yfirvöld í Rússlandi hafa boðið rússneskum kennurum fúlgur fjár fyrir að fara til Úkraínu og undirbúa kennslu úkraínskra barna á yfirráðasvæði Rússa. Rússar leggja mikið kapp á að tryggja yfirráð sín á þessum svæðum. Rússneskir kennarar hafa fengið skilaboð um að mánaðarlaun þeirra í Úkraínu yrðu allt að sexföld hefðbundin laun kennara í Rússlandi. Þau þyrftu að fara til Zaporizhzhia- og Kherson-héraða yfir sumarið og undirbúa grunnskóla þar fyrir komandi vetur, samkvæmt frétt Washington Post. Var því heitið að þessi svæði í Úkraínu sem um ræðir væru örugg. Einn viðmælandi WP sagði kennara þó átta sig á því að ferðir til Úkraínu hefðu ekkert gott í för með sér. Þrátt fyrir að fundu blaðamenn miðilsins vísbendingar um að fjölmargir kennarar úr einu héraði Rússlands hefðu samþykkt að fara til Úkraínu. Annar viðmælandi Washington Post sagðist ætla að fara. Hann hefði engu að tapa þar sem hann væri skilinn og börn hans gengin úr grasi. Hann gæti því starfað lengi í Úkraínu og sérstaklega fyrir svo góð laun. Vilja Rússavæða Úkraínu Rússar hafa reynt af fremsta megni að „Rússavæða“ yfirráðasvæði sín í Úkraínu. Skiltum á úkraínsku hefur verið skipt út fyrir rússnesku, ríkismiðlar Rússlands eru þeir einu sem fólk hefur aðgang að og íbúar þessara svæða eru undir miklum þrýstingi varðandi það að fá sér rússnesk vegabréf. Sergei Kravtsov, menntamálaráðherra Rússlands, sagði á fundi í lok júní að það væri gífurlega mikilvægt að hafa áhrif á menntun barna. Það væri nauðsynlegt að „leiðrétta“ menntun barna í Úkraínu. Hann hafði áður sagt Rússa staðráðna í að kenna úkraínskum börnum sögu Úkraínu og Rússlands frá sjónarhóli Rússa. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30 Brustu í grát þegar hin fjögurra ára Liza var borin til grafar Yfir hundrað syrgjendur komu saman í dag við jarðarför hinnar fjögurra ára Lizu sem lést í flugskeytaárás Rússa á úkraínsku borgina Vinnytsia á fimmtudag. 17. júlí 2022 23:42 Ríkissaksóknara Úkraínu og yfirmanni SBU sagt upp Ríkissaksóknara Úkraínu, Iryna Venediktova, og yfirmanni leyniþjónustu Úkraínu, Ivan Bakanov, hefur verið sagt upp af Volódímír Selenskí Úkraínuforseta. 17. júlí 2022 19:39 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Rússneskir kennarar hafa fengið skilaboð um að mánaðarlaun þeirra í Úkraínu yrðu allt að sexföld hefðbundin laun kennara í Rússlandi. Þau þyrftu að fara til Zaporizhzhia- og Kherson-héraða yfir sumarið og undirbúa grunnskóla þar fyrir komandi vetur, samkvæmt frétt Washington Post. Var því heitið að þessi svæði í Úkraínu sem um ræðir væru örugg. Einn viðmælandi WP sagði kennara þó átta sig á því að ferðir til Úkraínu hefðu ekkert gott í för með sér. Þrátt fyrir að fundu blaðamenn miðilsins vísbendingar um að fjölmargir kennarar úr einu héraði Rússlands hefðu samþykkt að fara til Úkraínu. Annar viðmælandi Washington Post sagðist ætla að fara. Hann hefði engu að tapa þar sem hann væri skilinn og börn hans gengin úr grasi. Hann gæti því starfað lengi í Úkraínu og sérstaklega fyrir svo góð laun. Vilja Rússavæða Úkraínu Rússar hafa reynt af fremsta megni að „Rússavæða“ yfirráðasvæði sín í Úkraínu. Skiltum á úkraínsku hefur verið skipt út fyrir rússnesku, ríkismiðlar Rússlands eru þeir einu sem fólk hefur aðgang að og íbúar þessara svæða eru undir miklum þrýstingi varðandi það að fá sér rússnesk vegabréf. Sergei Kravtsov, menntamálaráðherra Rússlands, sagði á fundi í lok júní að það væri gífurlega mikilvægt að hafa áhrif á menntun barna. Það væri nauðsynlegt að „leiðrétta“ menntun barna í Úkraínu. Hann hafði áður sagt Rússa staðráðna í að kenna úkraínskum börnum sögu Úkraínu og Rússlands frá sjónarhóli Rússa.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30 Brustu í grát þegar hin fjögurra ára Liza var borin til grafar Yfir hundrað syrgjendur komu saman í dag við jarðarför hinnar fjögurra ára Lizu sem lést í flugskeytaárás Rússa á úkraínsku borgina Vinnytsia á fimmtudag. 17. júlí 2022 23:42 Ríkissaksóknara Úkraínu og yfirmanni SBU sagt upp Ríkissaksóknara Úkraínu, Iryna Venediktova, og yfirmanni leyniþjónustu Úkraínu, Ivan Bakanov, hefur verið sagt upp af Volódímír Selenskí Úkraínuforseta. 17. júlí 2022 19:39 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30
Brustu í grát þegar hin fjögurra ára Liza var borin til grafar Yfir hundrað syrgjendur komu saman í dag við jarðarför hinnar fjögurra ára Lizu sem lést í flugskeytaárás Rússa á úkraínsku borgina Vinnytsia á fimmtudag. 17. júlí 2022 23:42
Ríkissaksóknara Úkraínu og yfirmanni SBU sagt upp Ríkissaksóknara Úkraínu, Iryna Venediktova, og yfirmanni leyniþjónustu Úkraínu, Ivan Bakanov, hefur verið sagt upp af Volódímír Selenskí Úkraínuforseta. 17. júlí 2022 19:39