Bayern dreymir um Kane til að taka við af Lewandowski Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. júlí 2022 14:02 Harry Kane er draumaframherji Bayern München. Han Myung-Gu/Getty Images Nú þegar pólska markamaskínan Robert Lewandowski er að ganga í raðir Barcelona frá Bayern München eru forráðamenn félagsins sagðir dreyma um enska framherjann Harry Kane til að fylla í skarðið. Eins og greint var frá hér á Vísi fyrr í morgun er Robert Lewandowski mættur til Miami að hitta nýju liðsfélagana sína í Barcelona. Hann gengur til liðs við Börsunga fyrir 42,5 milljónir punda. Nú þegar þýska stórveldið er að missa sinn helsta markaskorara úr liðinu ætti ekki að koma á óvart að heyra að liðið sé strax farið að velta fyrir sér hver gæti tekið við keflinu. Lewandowski hefur leikið með Bayern frá árinu 2014, en hann hefur skorað hvorki meira né minna en 238 mörk í 253 deildarleikjum. Alls hefur hann skorað 344 mörk í 375 leikjum fyrir Bayern. Þetta eru því engin smá fótspor sem næsti maður þarf að fylla í. Oliver Kahn, fyrrum markvörður Bayern og núverandi stjórnarformaður liðsins, segir að það væri draumi líkast að geta lokkað enska framherjan Harry Kane til liðsins í framtíðinni. „Hann er samningsbundinn Tottenham núna,“ sagði Kahn í samtali við þýska miðilinn Bild. „Hann er klárlega einn af bestu framherjum heims, en þetta er bara draumur um framtíðina. Núna þurfum við að einbeita okkur að því að koma liðinu í gang fyrir tímabilið sem er að hefjast. Þannig að við skulum bara sjá til hvað gerist.“ Kane hefur um árabil verið talinn einn af bestu framherjum heims. Þessi 28 ára Englendingur hefur skorað 248 mörk í 386 leikjum fyrir Tottenham, en þar af hefur hann skorað 183 í ensku úrvalsdeildinni sem gerir hann að fimmta markahæsta leikmanni deildarinnar frá upphafi. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Fleiri fréttir Úr ensku boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Sjá meira
Eins og greint var frá hér á Vísi fyrr í morgun er Robert Lewandowski mættur til Miami að hitta nýju liðsfélagana sína í Barcelona. Hann gengur til liðs við Börsunga fyrir 42,5 milljónir punda. Nú þegar þýska stórveldið er að missa sinn helsta markaskorara úr liðinu ætti ekki að koma á óvart að heyra að liðið sé strax farið að velta fyrir sér hver gæti tekið við keflinu. Lewandowski hefur leikið með Bayern frá árinu 2014, en hann hefur skorað hvorki meira né minna en 238 mörk í 253 deildarleikjum. Alls hefur hann skorað 344 mörk í 375 leikjum fyrir Bayern. Þetta eru því engin smá fótspor sem næsti maður þarf að fylla í. Oliver Kahn, fyrrum markvörður Bayern og núverandi stjórnarformaður liðsins, segir að það væri draumi líkast að geta lokkað enska framherjan Harry Kane til liðsins í framtíðinni. „Hann er samningsbundinn Tottenham núna,“ sagði Kahn í samtali við þýska miðilinn Bild. „Hann er klárlega einn af bestu framherjum heims, en þetta er bara draumur um framtíðina. Núna þurfum við að einbeita okkur að því að koma liðinu í gang fyrir tímabilið sem er að hefjast. Þannig að við skulum bara sjá til hvað gerist.“ Kane hefur um árabil verið talinn einn af bestu framherjum heims. Þessi 28 ára Englendingur hefur skorað 248 mörk í 386 leikjum fyrir Tottenham, en þar af hefur hann skorað 183 í ensku úrvalsdeildinni sem gerir hann að fimmta markahæsta leikmanni deildarinnar frá upphafi.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Fleiri fréttir Úr ensku boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Sjá meira