Íslenski boltinn

Sjáðu stórbrotið mark Ólafs Karls

Sindri Sverrisson skrifar
Ólafur Karl Finsen skoraði stórkostlegt mark í gær.
Ólafur Karl Finsen skoraði stórkostlegt mark í gær. vísir/Hulda Margrét

Ólafur Karl Finsen skoraði stórkostlegt mark, vafalítið það fallegasta í sumar, þegar Stjarnan vann ÍA 3-0 í Bestu deildinni í fótbolta á Akranesi í gær.

Öll mörkin má sjá í klippunni hér að neðan en það var mark Ólafs Karls sem stóð upp úr. Hann fékk boltann í vítateig ÍA, með bakið að markinu, lyfti boltanum upp með fótunum og skoraði svo með gullfallegri bakfallsspyrnu.

Klippa: Mörkin í sigri Stjörnunnar á ÍA

Markið skoraði Ólafur Karl rétt fyrir hálfleik en áður hafði Emil Atlason komið Stjörnunni yfir eftir fyrirgjöf Eggerts Arons Guðmundssonar.

Emil átti svo stóran þátt í lokamarki leiksins þegar hann vann boltann af Skagamönnum og kom honum á Ísak Andra Sigurgeirsson sem skoraði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.