Erlent

Átta létust í flug­slysi: „Auð­vitað lifðu þau þetta ekki af“

Árni Sæberg skrifar
Brak úr flugvélinni sem hrapaði í gærkvöldi.
Brak úr flugvélinni sem hrapaði í gærkvöldi. Giannis Papanikos/AP

Allir átta meðlimir áhafnar úkraínskrar Antonov An-12 fraktflugvélar sem hrapaði í Grikklandi í gær létust.

Flugvélin var í eigu úkraínska flugfélagsins Meridian en starfsmaður þess staðfestir í símatli við Reuters að allir um borð hafi látist. „Auðvitað lifðu þau þetta ekki af,“ segir hann.

Flugvélin var á leið frá Serbíu til Bangladess með tæplega tólf tonn af skotfærum framleiddum í Serbíu innanborðs. Varnarmálaráðherra Serbíu staðfestir einnig að áhöfnin hafi látið lífið.

Íbúar í nágrenni grísku borgarinnar Kavala náðu myndskeiði af hrapi flugvélarinnar og gríðarlegrar sprengingar sem fylgdi:


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×