Erlent

Spacey segist saklaus

Samúel Karl Ólason skrifar
Kevin Spacey í Lundunum í morgun.
Kevin Spacey í Lundunum í morgun. AP/Alberto Pezzali

Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér.

Spacey er sakaður um að hafa brotið á mönnunum frá 2005 til 2013. Á þeim tíma starfaði Spacey sem listrænn stjórnandi Gamla Vic-leikhússins í Lundúnum.

Hann er sakaður um að hafa brotið tvisvar á karlmanni, sem nú er á fimmtugsaldri, í London í mars árið 2005 og gegn öðrum, sem nú er á fertugsaldri, í ágúst árið 2008. Hann er einnig sakaður um að hafa brotið karlmanni, sem nú er á fertugsaldri, í Gloucestershire í apríl árið 2013.

Ákærurnar voru opinberaðar í maí en ekki var hægt að formlega ákæra leikarann umdeilda fyrr en hann ferðaðist til Bretlands, samkvæmt frétt Sky News.

Sjá einnig: Spacey laus gegn tryggingu

Þá fór fyrirtaka fram í júní en Spacey þurfti ekki að taka afstöðu til sakarefnisins fyrr en í morgun. Dómari ákvað í morgun að réttarhöldin myndu hefjast þann 6. júní á næsta ári og munu þau taka allt að mánuð.

Árið 2017 sakaði leikarinn Anthony Rapp Spacey um að hafa brotið á sér í samkvæmi á níunda áratugnum, þegar Rapp var táningur. Aðrir menn hafa einni sakað Spacey um kynferðisbrot á undanförnum árum en hann hefur neitað allri sök.


Tengdar fréttir

Spacey fyrir dómara á fimmtudag

Bandaríski leikarinn Kevin Spacey á að mæta fyrir dómara í Westminster í Bretlandi á fimmtudag. Þar á hann að svara til saka fyrir fjórar ákærur vegna kynferðisbrota gegn þremur karlmönnum.

Spacey á­kærður fyrir kyn­ferðis­brot á ný

Saksóknari í Bretlandi hefur gefið út fjórar ákærur á hendur leikaranum Kevin Spacey. Í kjölfar #MeToo byltingarinnar steig mikill fjöldi karlmanna fram og sakaði leikarann um að hafa brotið á sér kynferðislega.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×