Kevin Spacey er 62 ára gamall. Hópur karlmanna hefur sakað hann um að brjóta á sér kynferðislega.AP/Steven Senne
Bandaríski leikarinn Kevin Spacey á að mæta fyrir dómara í Westminster í Bretlandi á fimmtudag. Þar á hann að svara til saka fyrir fjórar ákærur vegna kynferðisbrota gegn þremur karlmönnum.
Hann er sakaður um að hafa brotið á karlmanni, sem nú er á fimmtugsaldri, í London í mars árið 2005 og gegn öðrum, sem nú er á fertugsaldri, í ágúst árið 2008. Fjórði ákæruliðurinn er vegna meints kynferðisbrots gegn karlmanni, sem nú er á fertugsaldri, í Gloucestershire í apríl árið 2013.
Spacey hefur sagst ætla að mæta sjálfviljugur fyrir dóm í Bretlandi til að svara fyrir ásakanirnar. Hann fullyrðir að hann getið sannað sakleysi sitt.
Bresk yfirvöld munu krefjast þess að Kevin Spacey verði framseldur til landins ef hann kemur ekki sjálfviljugur. Hann sætir fjórum ákærum fyrir kynferðisbrot í Bretlandi.
Framleiðendur kvikmyndar sem Kevin Spacey leikur í segja tímasetningu fjögurra ákæra, sem gefnar voru út á hendur leikaranum í gær, vera óheppilega.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.