Ekki á leið í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótakerfinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júlí 2022 09:02 Borgarstjórnartíð Dags lýkur að hálfu kjörtímabili liðnu. Margir hafa kallað eftir því að hann snúi sér að landsmálunum þegar borgarstjóratíð hans lýkur. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri er allt annað en sáttur við hvernig í pottinn er búið í sjávarútvegsmálum landsins. Hann líkir kaupunum Síldarvinnslunnar á útgerðinni Vísi við senu úr Verbúðinni í nýjum pistli en kveðst ekki vera á leiðinni í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótamálunum. Kaup Síldarvinnslunnar á útgerðarfélaginu Vísi í Grindavík hefur vakið ugg meðal margra í ljósi samþjöppunar í sjávarútvegi. Samherji á þriðjungshlut í Síldarvinnslunni og dansar þar með á línu hámarksaflaheimilda en telst ekki tengdur aðili samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Margir telja lögin beinlínis sérsiðin að högum stórútgerðanna. Í grein Þórðar Gunnarssonar sem birt var á Innherja beinir hann sjónum að því kaupverði sem fékkst fyrir útgerðina Vísi. Kaupverðið segir Þórður töluvert yfir rekstrarvirði fyrirtækisins. Bendir Þórður á þá staðreynd að kaupverð hlutafjár í Vísi, 20 milljarðar, sé um það bil 25 sinnum hærra en hagnaður síðasta árs. Leiðir hann þar með að því líkur að að kaupverðið á útgerðinni, 31 milljarðar, skýrist fyrst og fremst af hlutdeild Vísis í þorskkvótanum. Ekkert að marka fyrirheit stjórnmálamanna „Helstu fyrirtæki landsins í sjávarútvegi eru með öðrum orðum að lýsa því yfir með verðlagningunni að ekkert sé að marka orð og fyrirheit stjórnmálanna um að innheimta eigi eðlilegan arð af auðlindinni þannig að þeir fjármunir renna til þjóðarinnar. Og að engar breytingar á því séu líklegar,“ skrifar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Í samtali við Vísi segir Dagur grein Þórðar afhjúpandi. „Það sem er fyrst og fremst verið að borga fyrir er þorskkvótinn sem er í raun eign þjóðarinnar en ekki rekstrartölur fyrirtækisins. Þetta þarf ekki að koma á óvart en er óvenjuskýrt í þessu dæmi,“ segir Dagur. Mörg önnur atriði líkt og samkeppnissjónarmið eða kvótaþak hafi tekið mest pláss í umræðunni án þess að rætt sé um það sem mestu máli skipti. Katrín Jakobsdóttir nefndi einmitt þessi tvö atriði í viðtali við Vísi á dögunum og sagðist hafa áhyggjur af stöðunni: „Það liggur fyrir að þessi samruni mun verða til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu og það mun koma í ljós hver niðurstaða þeirra skoðunar verður. Þá hefur Fiskistofa til skoðunar kvótaþakið,“ sagði Katrín. Dagur spyr því hvort eðlilegt sé að viðbrögð stjórnmálamanna takmarkist við umræðu um kvótaþak og samkeppnissjónarmið. „Í grunninn snýst þetta um hver á fiskinn í sjónum og hver á að fá afraksturinn af honum.“ Ekki að undirbúa innreið í landsmálin Í ljósi þess að Dagur er farinn að vekja máls á málefnum landspólitíkurinnar liggur beinast við að spyrja hvort hann sé að stefna á þann arm stjórnmálanna. „Nei, ég hef ekki tekið neina stefnu þangað og hef reyndar oft tjáð mig um auðlinda- og sjávarútvegsmál bara af því það er stórt mál fyrir samfélagið. Eitt meginviðfangsefnið er að fjármagna vanfjármagnað heilbrigðiskerfi. Á sama tíma erum við að horfa upp á ofurhagnað hjá útgerðinni án þess að þjóðin fái að njóta þess.“ Dagur segist jafnframt ekki vera á framboðsbuxum en orðrómur hefur verið um að hann hafi í hyggju að bjóða sig fram til formanns Samfylkingar. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun taka við borgarstjóraembættinu af Degi í ársbyrjun 2024 en Dagur hefur gegnt því embætti frá árinu 2014. Dagur segir samstarfið hjá nýja meirihlutanum ganga vel. „Það er góður andi í hópnum og mikill metnaður.“ Og Einar að fylgjast með þér þarna úti í horni? „Hann er reyndar í sumarfríi núna,“ segir Dagur og hlær. Sjávarútvegur Borgarstjórn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Reykjavík Samfylkingin Síldarvinnslan Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Kaup Síldarvinnslunnar á útgerðarfélaginu Vísi í Grindavík hefur vakið ugg meðal margra í ljósi samþjöppunar í sjávarútvegi. Samherji á þriðjungshlut í Síldarvinnslunni og dansar þar með á línu hámarksaflaheimilda en telst ekki tengdur aðili samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Margir telja lögin beinlínis sérsiðin að högum stórútgerðanna. Í grein Þórðar Gunnarssonar sem birt var á Innherja beinir hann sjónum að því kaupverði sem fékkst fyrir útgerðina Vísi. Kaupverðið segir Þórður töluvert yfir rekstrarvirði fyrirtækisins. Bendir Þórður á þá staðreynd að kaupverð hlutafjár í Vísi, 20 milljarðar, sé um það bil 25 sinnum hærra en hagnaður síðasta árs. Leiðir hann þar með að því líkur að að kaupverðið á útgerðinni, 31 milljarðar, skýrist fyrst og fremst af hlutdeild Vísis í þorskkvótanum. Ekkert að marka fyrirheit stjórnmálamanna „Helstu fyrirtæki landsins í sjávarútvegi eru með öðrum orðum að lýsa því yfir með verðlagningunni að ekkert sé að marka orð og fyrirheit stjórnmálanna um að innheimta eigi eðlilegan arð af auðlindinni þannig að þeir fjármunir renna til þjóðarinnar. Og að engar breytingar á því séu líklegar,“ skrifar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Í samtali við Vísi segir Dagur grein Þórðar afhjúpandi. „Það sem er fyrst og fremst verið að borga fyrir er þorskkvótinn sem er í raun eign þjóðarinnar en ekki rekstrartölur fyrirtækisins. Þetta þarf ekki að koma á óvart en er óvenjuskýrt í þessu dæmi,“ segir Dagur. Mörg önnur atriði líkt og samkeppnissjónarmið eða kvótaþak hafi tekið mest pláss í umræðunni án þess að rætt sé um það sem mestu máli skipti. Katrín Jakobsdóttir nefndi einmitt þessi tvö atriði í viðtali við Vísi á dögunum og sagðist hafa áhyggjur af stöðunni: „Það liggur fyrir að þessi samruni mun verða til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu og það mun koma í ljós hver niðurstaða þeirra skoðunar verður. Þá hefur Fiskistofa til skoðunar kvótaþakið,“ sagði Katrín. Dagur spyr því hvort eðlilegt sé að viðbrögð stjórnmálamanna takmarkist við umræðu um kvótaþak og samkeppnissjónarmið. „Í grunninn snýst þetta um hver á fiskinn í sjónum og hver á að fá afraksturinn af honum.“ Ekki að undirbúa innreið í landsmálin Í ljósi þess að Dagur er farinn að vekja máls á málefnum landspólitíkurinnar liggur beinast við að spyrja hvort hann sé að stefna á þann arm stjórnmálanna. „Nei, ég hef ekki tekið neina stefnu þangað og hef reyndar oft tjáð mig um auðlinda- og sjávarútvegsmál bara af því það er stórt mál fyrir samfélagið. Eitt meginviðfangsefnið er að fjármagna vanfjármagnað heilbrigðiskerfi. Á sama tíma erum við að horfa upp á ofurhagnað hjá útgerðinni án þess að þjóðin fái að njóta þess.“ Dagur segist jafnframt ekki vera á framboðsbuxum en orðrómur hefur verið um að hann hafi í hyggju að bjóða sig fram til formanns Samfylkingar. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun taka við borgarstjóraembættinu af Degi í ársbyrjun 2024 en Dagur hefur gegnt því embætti frá árinu 2014. Dagur segir samstarfið hjá nýja meirihlutanum ganga vel. „Það er góður andi í hópnum og mikill metnaður.“ Og Einar að fylgjast með þér þarna úti í horni? „Hann er reyndar í sumarfríi núna,“ segir Dagur og hlær.
Sjávarútvegur Borgarstjórn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Reykjavík Samfylkingin Síldarvinnslan Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira