„Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. júlí 2022 13:01 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir sameiningar í sjávarútvegi hafa reynst þjóðarbúinu vel. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir nýleg dæmi þar sýna hvernig auður í landinu hefur safnast á fárra manna hendur. Vísir Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í ljósi kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Kaupin sýni hvernig gríðarlegur auður getur safnast á fárra manna hendur vegna kerfis sem var búið til fyrir tugum ára. Fjármálaráðherra segir að sameiningar í sjávarútvegi hafi reynst þjóðarbúinu vel. Síldarvinnslan í Neskaupsstað tilkynnti um kaup á öllu hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík á sunnudag Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Sex afkomendur útvegshjóna sem stofnuðu Vísi í Grindavík fá með sölunni alls tuttugu milljarða í sinn hlut sem skiptist í reiðufé að upphæð sex milljarða króna og hlutabréf í Síldarvinnslunni fyrir alls 8 prósent. Hópurinn verður með sameiningunni fimmti stærsti hluthafi í Síldarvinnslunni. Síldarvinnslan fer mögulega yfir kvótaviðmið í einhverjum tegundum með kaupunum og útilokaði forstjóri fyrirtækisins ekki í gær að einhverjar aflaheimildir yrðu seldar þess vegna. Þá á Samherji þriðjung í Síldarvinnslunni. Kaupin hafa því einnig áhrif á úthlutaðan kvóta hjá því fyrirtæki. Samkvæmt núverandi löggjöf má eitt sjávarútvegsfyrirtæki ekki fara yfir ákveðna stærð aflaheimilda sem er 12 prósent í flestum tilvikum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í greininni. „Já ég hef áhyggjur. Það liggur fyrir að þessi samruni mun verða til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu og það mun koma í ljós hver niðurstaða þeirra skoðunar verður. Þá hefur Fiskistofa til skoðunar kvótaþakið. Síðan liggur fyrir að það er full þörf á að skoða reglurnar um hámarkið á kvótanum og ekki síst hvernig tengdir aðilar eru skilgreindir. Ég veit að matvælaráðherra hefur þetta til skoðunar í þeirri endurskoðun sem nú stendur yfir,“ segir Katrín. Katrín segir gríðarlegan auð hafa safnast á fárra manna hendur fyrir tilstuðlan kvótakerfisins. Á meðan sé sjávarauðlindin skilgreind sem auðlind í eigu þjóðarinnar. „Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið. Því að á sama tíma og við skilgreinum auðlindir hafsins sem þjóðareign, þá sjáum við samþjöppun í sjávarútvegi og gríðarlegan auð safnast á fárra manna hendur. Þetta er líka til skoðunar hjá matvælaráðherra og varðar gjaldtökuna og líka þegar um er að ræða svona tilfærslu á auðmagni eins og sést í þessu dæmi,“ segir Katrín. Ætlar mögulega að leggja aftur fram tillögu um auðlindir í þjóðareign Aðspurð hvers vegna ekki sé búið að hækka gjaldtöku á sjávarauðlindunum eða setja í stjórnarskrá að auðlindir skuli vera í þjóðareign svarar Katrín. „Veiðigjöldunum var breytt á síðasta kjörtímabili og tekið upp mun skynsamlegra kerfi sem mun skila tekjuaukningu í ríkissjóð. Hvað varðar auðlindir í þjóðareign þá lagði ég það auðvitað til en það mál komst ekki í gegnum þingið og bætist þar með í hóp fjölda álíka tillagna sem hafa aldrei náð fram að ganga. Ég myndi með gleði aftur leggja slíka tillögu fram og geri það mögulega síðar á þessu kjörtímabili. Hins vegar þarf það ekki að standa í vegi fyrir því að við gerum breytingar á gjaldtöku í sjávarútvegi,“ segir Katrín. Sameiningar í sjávarútvegi hafi reynst vel Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að samkeppniseftirlitið fari nú yfir kaupin og því ekki tímabært að tjá sig um þau. Sameiningar í sjávarútvegi hafi hins vegar reynst þjóðarbúinu vel hingað til. „Frá því framsalið var gefið frjálst og ef við horfum á sameiningar svona þrjátíu ár aftur í tímann þá hafa þær heilt yfir séð verið til þess fallnar að auka arðsemi veiðanna sem er mikilvægt fyrir þjóðarbúið í heild . Varðandi samþjöppunina þá eru lög og reglur sem gilda og samkeppnissjónarmið sem verður horft til. Nú fer þetta í þann farveg og ég vænti þess að það taki tíma og ég fylgist með eins og aðrir hvað kemur út úr þeirri athugun,“ segir Bjarni. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Akureyri Síldarvinnslan Tengdar fréttir Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42 Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22 Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Síldarvinnslan í Neskaupsstað tilkynnti um kaup á öllu hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík á sunnudag Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Sex afkomendur útvegshjóna sem stofnuðu Vísi í Grindavík fá með sölunni alls tuttugu milljarða í sinn hlut sem skiptist í reiðufé að upphæð sex milljarða króna og hlutabréf í Síldarvinnslunni fyrir alls 8 prósent. Hópurinn verður með sameiningunni fimmti stærsti hluthafi í Síldarvinnslunni. Síldarvinnslan fer mögulega yfir kvótaviðmið í einhverjum tegundum með kaupunum og útilokaði forstjóri fyrirtækisins ekki í gær að einhverjar aflaheimildir yrðu seldar þess vegna. Þá á Samherji þriðjung í Síldarvinnslunni. Kaupin hafa því einnig áhrif á úthlutaðan kvóta hjá því fyrirtæki. Samkvæmt núverandi löggjöf má eitt sjávarútvegsfyrirtæki ekki fara yfir ákveðna stærð aflaheimilda sem er 12 prósent í flestum tilvikum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í greininni. „Já ég hef áhyggjur. Það liggur fyrir að þessi samruni mun verða til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu og það mun koma í ljós hver niðurstaða þeirra skoðunar verður. Þá hefur Fiskistofa til skoðunar kvótaþakið. Síðan liggur fyrir að það er full þörf á að skoða reglurnar um hámarkið á kvótanum og ekki síst hvernig tengdir aðilar eru skilgreindir. Ég veit að matvælaráðherra hefur þetta til skoðunar í þeirri endurskoðun sem nú stendur yfir,“ segir Katrín. Katrín segir gríðarlegan auð hafa safnast á fárra manna hendur fyrir tilstuðlan kvótakerfisins. Á meðan sé sjávarauðlindin skilgreind sem auðlind í eigu þjóðarinnar. „Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið. Því að á sama tíma og við skilgreinum auðlindir hafsins sem þjóðareign, þá sjáum við samþjöppun í sjávarútvegi og gríðarlegan auð safnast á fárra manna hendur. Þetta er líka til skoðunar hjá matvælaráðherra og varðar gjaldtökuna og líka þegar um er að ræða svona tilfærslu á auðmagni eins og sést í þessu dæmi,“ segir Katrín. Ætlar mögulega að leggja aftur fram tillögu um auðlindir í þjóðareign Aðspurð hvers vegna ekki sé búið að hækka gjaldtöku á sjávarauðlindunum eða setja í stjórnarskrá að auðlindir skuli vera í þjóðareign svarar Katrín. „Veiðigjöldunum var breytt á síðasta kjörtímabili og tekið upp mun skynsamlegra kerfi sem mun skila tekjuaukningu í ríkissjóð. Hvað varðar auðlindir í þjóðareign þá lagði ég það auðvitað til en það mál komst ekki í gegnum þingið og bætist þar með í hóp fjölda álíka tillagna sem hafa aldrei náð fram að ganga. Ég myndi með gleði aftur leggja slíka tillögu fram og geri það mögulega síðar á þessu kjörtímabili. Hins vegar þarf það ekki að standa í vegi fyrir því að við gerum breytingar á gjaldtöku í sjávarútvegi,“ segir Katrín. Sameiningar í sjávarútvegi hafi reynst vel Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að samkeppniseftirlitið fari nú yfir kaupin og því ekki tímabært að tjá sig um þau. Sameiningar í sjávarútvegi hafi hins vegar reynst þjóðarbúinu vel hingað til. „Frá því framsalið var gefið frjálst og ef við horfum á sameiningar svona þrjátíu ár aftur í tímann þá hafa þær heilt yfir séð verið til þess fallnar að auka arðsemi veiðanna sem er mikilvægt fyrir þjóðarbúið í heild . Varðandi samþjöppunina þá eru lög og reglur sem gilda og samkeppnissjónarmið sem verður horft til. Nú fer þetta í þann farveg og ég vænti þess að það taki tíma og ég fylgist með eins og aðrir hvað kemur út úr þeirri athugun,“ segir Bjarni.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Akureyri Síldarvinnslan Tengdar fréttir Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42 Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22 Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42
Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22
Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17