Erlent

For­sætis­ráð­herrann orðinn for­seti og neyðar­á­standi lýst yfir

Gunnar Reynir Valþórsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa
Fólk sækir nú að skrifstofu forsætisráðherrans.
Fólk sækir nú að skrifstofu forsætisráðherrans. AP/Rafiq Maqbool

Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Sri Lanka, hefur verið útnefndur starfandi forseti landsins eftir að forsetinn Gotabaya Rajapaksa flúði í herflugvél til Maldíveyja. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu en mótmælendur freista þess nú að komast inn á skrifstofu forsætisráðherrans.

Ráðherrann er afar óvinsæll og óvinsældir hans virðast hafa aukist í kjölfar þess að útgöngubanni var komið á. Mótmælendur hafa hafist við í forsetahöllinni um nokkurt skeið og af myndum mætti ætla að um ferðamannastað væri að ræða.

Ástandið í höfuðborginni Colombo er afar skrautlegt en á sama tíma og lögregla hefur verið að skjóta táragasi að mótmælendum hefur herinn sprautað vatni yfir fjöldann til að vinna gegn gasinu.

Forsetinn lýsti því yfir fyrr í vikunni að hann myndi verða við áköllum og segja af sér en það vildi hann ekki gera fyrir en hann væri kominn úr landi þar sem friðhelgi hans fellur samstundis úr gildi. Afsagnarbréfið er sagt vera til en hefur enn ekki verið formlega skilað inn og því ekki hægt að velja nýjan forseta.

Samkvæmt BBC verður bréfið ekki lagt fram fyrr en forsetinn er kominn á endanlegan áfangastað, sem er ókunnugur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.