Lúðrasveitin var að taka þátt í skrúðgöngu til þess að fagna 12. júlí en dagurinn er haldinn hátíðlegur í Norður-Írlandi ár hvert. Þá er sigri Vilhjálms III á Jakobi II fagnað en Vilhjálmur var mótmælendatrúar og Jakob kaþólikki.
Maðurinn sem kastaði tunnunni í meðlimi lúðrasveitarinnar hafði flaggað írska fánanum en mikill meirihluti Íra eru kaþólikkar.
Culture #discoverni #12ofJuly pic.twitter.com/pfqgHxseV8
— Aoife (@efaakelly) July 12, 2022
Myndband náðist af atvikinu og hefur það farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum. Eftir að maðurinn kastaði tunnunni reyndu meðlimir lúðrasveitarinnar að komast til hans en hann náði að loka sig inni í fjölbýlishúsi. Þá köstuðu meðlimirnir annarri stærri tunnu í rúðu á húsinu en að sögn nágrannans sem tók myndbandið var tunnunni kastað í vitlausan glugga.
Lögreglumenn höfðu gengið eftir götunni við hlið lúðrasveitarinnar og voru þeir fljótir að skarast í leikinn. Sá sem kastaði tunnunni í gluggann virðist hafa sloppið en tunnan sjálf var sett upp í lögreglubíl og ekið með hana á brott.
The real criminal is now in custody pic.twitter.com/RiWRvCxrGy
— Jake Jake Kuczogi (@ObiWanKuczogi) July 12, 2022