Íranir útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásardróna Heimir Már Pétursson skrifar 12. júlí 2022 12:01 Hermenn hvíla sig fyrir framan fjölbýlishúsið sem hinn sjötugi Valerii Ilchenko býr í Kramatorsk. Hann var áður í sovéska hernum og er bálreiður út í Rússa vegna innrásarinnar þótt hann ætli ekki að verða við fyrirmælum um að flýja borgina. AP/Nariman El-Mofty Bandaríkjastjórn segir stjórnvöld í Íran með í undirbúningi að útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásar dróna og að þjálfa Rússa í notkun þeirra. Að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar særðust í árás Rússa á heilsugæslu og íbúðarhúsnæði í borginni Mykolaiv í suðurhluta Úkraínu í nótt. Miklir bardagar eru í Donetsk héraði sem Rússar leggja höfuð áherslu á að ná að fullu á sitt vald eftir að þeir lögðu Luhansk hérað undir sig fyrir rúmri viku. Rússar halda einnig uppi óreglubundnum stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á borgir víðs vegar um Úkraínu. Hinn sjötugi eftirlaunamaður Valerii Ilchenko er einn þeirra mörgu eldri borgara sem ekki æta að fara að fyrirmælum um að flýja borgina Kramatorsk. Hann segist ekkert geta farið.AP/Nariman El-Mofty Um klukkan eitt í nótt skutu þeir tveimur eldflaugum á heilsugæslu og íbúðarhús í borginni Mykolaiv í suður Úkraínu. Tólf manns særðust. Þá er tala látinna eftir eldflaugaárás á íbúðahverfi í bænum Chasiv Yar suður af stjórnsýsluborginni Kramatorsk í Donetsk héraði komin upp í 30 manns. Níu manns var bjargað úr húsarústum í gær en fjöldi manns er enn grafinn í rústunum. Rússar segja að bækistöðvar svæðisherdeildar Úkraínumanna hafi verið skotmarkið og að 300 úkraínskir hermenn hafi fallið í árásinni. Chasiv Yar hefur einnig sálræna þýðingu vegna þess að þetta er heimabær Volodymyrs Zelenskyy forseta landsins. Fjöldi fólks sem hefur ákveðið að vera áfram í Kramtorsk í biðröð eftir matargjöfum frá borgarstjórn Kramatorsk.AP/Nariman El-Mofty Að minnsta kosti sex óbreyttir borgarar féllu í eldflaugaárás Rússa á Kharkiv, næst fjölmennustu borg Úkraínu, í gær og rúmlega þrjátíu manns særðust. Þeirra á meðal börn á aldrinum fjögurra til sextán ára. Í síðustu viku skoraði héraðsstjóri Donetsk héraðs á íbúa í Kramatorsk að flýja borgina til vesturs vegna sóknar Rússa og til að auðveldara verði fyrir Úkraínuher að verja borgina. Margir hafa orðið fyrir því en fjöldi eldri borgarar ætlar hins vegar ekki að flýja af mörgum ástæðum. Gervihnattarmynd sýnir rústirnar af hergagnageymslu Rússa sem Úkraínumenn sprengdu í loft upp í bænum Nova Kakhovka í morgun.AP/Planet Labs PBC Íbúarnir eru margir af rússneskum uppruna og segjast óttast að vera ekki velkomnir í vesturhlutanum eftir margra ára stríðsátök í austurhéruðunum sem hófust árið 2014. Sumir segjast ekki hafa efni á því að flýja og aðrir segjast ekki hafa að neinu að hverfa í vestri. Jake Sullivan þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta segir Rússa hafa misst mikið magn hergagna í innrás sinni í Úkraínu.AP/Evan Vucci Jake Sullivan þjóðaröryggisráðgjafi Joe Bidens forseta Bandaríkjanna segir Bandaríkjastjórn hafa fulla trú á að Úkraínumenn geti varið höfuðborgina og fleiri mikilvægar borgir. Rússar hafi misst mikið magn hergagna í stríðinu og ekki náð markmiði sínu um allsherjar sigur. Nú leiti þeir eftir hergögnum frá ríkjum eins og Íran. „Samkvæmt okkar upplýsingum eru stjórnvöld í Íran að undirbúa að útvega Rússum nokkur hundruð eftirlits- og árásar dróna. Þá benda okkar upplýsingar einnig til þess að Íranir ætli að hefja þjálfun Rússa á notkun þeirra nú þegar í þessum mánuði,“ sagði Sullivan. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Segir milljón manna her munu hrekja Rússa frá suðurströndinni Úkraínumenn hyggjast láta milljón manna her, vopnaðan hergögnum frá Vesturlöndum, hrekja Rússa aftur frá hernumdum svæðum landsins. Þetta segir varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov. 11. júlí 2022 10:23 Stjórnvöld í Úkraínu hvetja íbúa að flýja fyrir gagnárás í Kherson og Zaporizhzhia Stjórnvöld í Úkraínu hafa varað íbúa í Kherson og Zaporizhzhia við yfirvofandi gagnsókn á svæðinu og hvatt þá til að flýja. Svæðin eru nú á valdi Rússa en Úkraínumenn hyggjast freista þess að ná þeim aftur á næstu dögum og vikum. 11. júlí 2022 08:45 Hefur áhyggjur af samfylkingu Rússa og Kínverja Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist hafa áhyggjur af nánu sambandi Rússa og Kínverja. Hann átti fimm tíma fund með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, í Indónesíu í gær. 10. júlí 2022 21:07 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Sjá meira
Miklir bardagar eru í Donetsk héraði sem Rússar leggja höfuð áherslu á að ná að fullu á sitt vald eftir að þeir lögðu Luhansk hérað undir sig fyrir rúmri viku. Rússar halda einnig uppi óreglubundnum stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á borgir víðs vegar um Úkraínu. Hinn sjötugi eftirlaunamaður Valerii Ilchenko er einn þeirra mörgu eldri borgara sem ekki æta að fara að fyrirmælum um að flýja borgina Kramatorsk. Hann segist ekkert geta farið.AP/Nariman El-Mofty Um klukkan eitt í nótt skutu þeir tveimur eldflaugum á heilsugæslu og íbúðarhús í borginni Mykolaiv í suður Úkraínu. Tólf manns særðust. Þá er tala látinna eftir eldflaugaárás á íbúðahverfi í bænum Chasiv Yar suður af stjórnsýsluborginni Kramatorsk í Donetsk héraði komin upp í 30 manns. Níu manns var bjargað úr húsarústum í gær en fjöldi manns er enn grafinn í rústunum. Rússar segja að bækistöðvar svæðisherdeildar Úkraínumanna hafi verið skotmarkið og að 300 úkraínskir hermenn hafi fallið í árásinni. Chasiv Yar hefur einnig sálræna þýðingu vegna þess að þetta er heimabær Volodymyrs Zelenskyy forseta landsins. Fjöldi fólks sem hefur ákveðið að vera áfram í Kramtorsk í biðröð eftir matargjöfum frá borgarstjórn Kramatorsk.AP/Nariman El-Mofty Að minnsta kosti sex óbreyttir borgarar féllu í eldflaugaárás Rússa á Kharkiv, næst fjölmennustu borg Úkraínu, í gær og rúmlega þrjátíu manns særðust. Þeirra á meðal börn á aldrinum fjögurra til sextán ára. Í síðustu viku skoraði héraðsstjóri Donetsk héraðs á íbúa í Kramatorsk að flýja borgina til vesturs vegna sóknar Rússa og til að auðveldara verði fyrir Úkraínuher að verja borgina. Margir hafa orðið fyrir því en fjöldi eldri borgarar ætlar hins vegar ekki að flýja af mörgum ástæðum. Gervihnattarmynd sýnir rústirnar af hergagnageymslu Rússa sem Úkraínumenn sprengdu í loft upp í bænum Nova Kakhovka í morgun.AP/Planet Labs PBC Íbúarnir eru margir af rússneskum uppruna og segjast óttast að vera ekki velkomnir í vesturhlutanum eftir margra ára stríðsátök í austurhéruðunum sem hófust árið 2014. Sumir segjast ekki hafa efni á því að flýja og aðrir segjast ekki hafa að neinu að hverfa í vestri. Jake Sullivan þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta segir Rússa hafa misst mikið magn hergagna í innrás sinni í Úkraínu.AP/Evan Vucci Jake Sullivan þjóðaröryggisráðgjafi Joe Bidens forseta Bandaríkjanna segir Bandaríkjastjórn hafa fulla trú á að Úkraínumenn geti varið höfuðborgina og fleiri mikilvægar borgir. Rússar hafi misst mikið magn hergagna í stríðinu og ekki náð markmiði sínu um allsherjar sigur. Nú leiti þeir eftir hergögnum frá ríkjum eins og Íran. „Samkvæmt okkar upplýsingum eru stjórnvöld í Íran að undirbúa að útvega Rússum nokkur hundruð eftirlits- og árásar dróna. Þá benda okkar upplýsingar einnig til þess að Íranir ætli að hefja þjálfun Rússa á notkun þeirra nú þegar í þessum mánuði,“ sagði Sullivan.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Segir milljón manna her munu hrekja Rússa frá suðurströndinni Úkraínumenn hyggjast láta milljón manna her, vopnaðan hergögnum frá Vesturlöndum, hrekja Rússa aftur frá hernumdum svæðum landsins. Þetta segir varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov. 11. júlí 2022 10:23 Stjórnvöld í Úkraínu hvetja íbúa að flýja fyrir gagnárás í Kherson og Zaporizhzhia Stjórnvöld í Úkraínu hafa varað íbúa í Kherson og Zaporizhzhia við yfirvofandi gagnsókn á svæðinu og hvatt þá til að flýja. Svæðin eru nú á valdi Rússa en Úkraínumenn hyggjast freista þess að ná þeim aftur á næstu dögum og vikum. 11. júlí 2022 08:45 Hefur áhyggjur af samfylkingu Rússa og Kínverja Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist hafa áhyggjur af nánu sambandi Rússa og Kínverja. Hann átti fimm tíma fund með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, í Indónesíu í gær. 10. júlí 2022 21:07 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Sjá meira
Segir milljón manna her munu hrekja Rússa frá suðurströndinni Úkraínumenn hyggjast láta milljón manna her, vopnaðan hergögnum frá Vesturlöndum, hrekja Rússa aftur frá hernumdum svæðum landsins. Þetta segir varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov. 11. júlí 2022 10:23
Stjórnvöld í Úkraínu hvetja íbúa að flýja fyrir gagnárás í Kherson og Zaporizhzhia Stjórnvöld í Úkraínu hafa varað íbúa í Kherson og Zaporizhzhia við yfirvofandi gagnsókn á svæðinu og hvatt þá til að flýja. Svæðin eru nú á valdi Rússa en Úkraínumenn hyggjast freista þess að ná þeim aftur á næstu dögum og vikum. 11. júlí 2022 08:45
Hefur áhyggjur af samfylkingu Rússa og Kínverja Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist hafa áhyggjur af nánu sambandi Rússa og Kínverja. Hann átti fimm tíma fund með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, í Indónesíu í gær. 10. júlí 2022 21:07