Erlent

Ný öryggisstilling Apple væntanleg

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Ný öryggisstilling kemur til notenda í haust.
Ný öryggisstilling kemur til notenda í haust. Kathy Willens/Associated Press

Ný öryggisstilling Apple var kynnt á miðvikudag en stillingin er kölluð „Lockdown mode.“ Stillingin er andsvar Apple við meinhugbúnaði sem hefur til dæmis verið notaður til þess að fylgjast með stjórnmálafólki og fréttamönnum í leyni.

Samkvæmt umfjöllun CNET mun nýja öryggisstillingin verða notendum aðgengileg í haust en stillingin lokar á hluti eins og sýnishorn vegna viðhengja í skilaboðum, FaceTime símtöl frá óþekktum númerum ásamt fleiru. Öryggisstillingin verður hluti af iOS 16, iPadOS 16 og MacOS Ventura.

Dæmi um útlit stillingarinnar innan valmöguleika frá Apple.Fengið úr fréttatilkynningu Apple

Öryggissérfræðingur innan Apple segir mikinn minnihluta notenda verða fyrir netárásum en mikilvægt sé að fyrirtækið verndi þá sem lendi í því. 

Apple lýsti því einnig yfir að fyrirtækið myndi styrkja sjóð sem vinnur að samfélagslegu réttlæti um tíu milljónir Bandaríkjadala og vonar að það ýti undir rannsóknir í þessum efnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×