Erlent

Mör­gæsir og otrar í Japan ekki sátt við ó­dýari fisk

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Mörgæsir að synda. Mynd tengist grein ekki beint.
Mörgæsir að synda. Mynd tengist grein ekki beint. Getty/Christopher Winton-Stahle

Ódýrari tegund af Makríl hefur verið keypt í fóður til mörgæsa og otra á Hakone-en sædýrasafninu í Japan vegna verðbólgu. Dýrin eru ekki sátt við þennan ódýrari kost.

Starfsmenn sædýrasafnsins hafa þurft að grípa til þess að gefa dýrunum ódýrari Makríl en Aji Makrílinn sem þau fá vanalega. Verðið á Aji Makrílnum hefur hækkað um 20 til 30 prósent síðan á síðasta ári.

Starfsmenn sædýrasafnsins hafa þurft að grípa til örþrifaráða til þess að fá dýrin til þess að borða makrílinn, til dæmis blanda makrílnum og dýrari Aji fisknum saman. Þetta kemur fram í umfjöllun CNN.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×