Rússar byrjaðir að innlima hluta Úkraínu í Rússland Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2022 19:21 Rússar beita öllum hernaðarmætti sínum þessa dagana til að ná Donetsk héraði á sitt vald og hefur héraðsstjórinn þar skorað á íbúa að flýja til vesturs. Evrópusambandið býst við að Rússar skrúfi brátt alfarið fyrir gas til aðildarríkjanna. Zelesnkyy Úkraínuforseti sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt að loftvarnaflautur hafi hljómað um allt landið í gærkvöldi og nótt. Rússar hafi gert árásir á bæi og borgir um alla Úkraínu eftir nokkuð hlé sem hafi skapað óróa hjá mörgum sem töldu að Rússar væru að undirbúa eitthvað stórkostlegt. Þjóðarleiðtogar hafa streymt til fundar við Zelenskyy forseta í Kænugarði frá því fljótlega eftir að innrás Rússa hófst. Forsetinn tók á móti Micheal Martin forsætisráðherra Írlands í dag.AP/Andrew Kravchenko „Fólk ætti ekki að leita að rökvísi í gerðum hryðjuverkamanna.Rússneski herinn gerir ekkert hlé. Hann hefur eitt verkefni: Að drepa fólk, að hræða fólk þannig að nokkrir dagar án þess að loftvarnaflautur gjalli virðast vera hluti af ógninni. Í kvöld mátti heyra í loftvarnaflautunum í Kænugarði og í næstum allri Úkraínu,“ sagði Zelenskyy. Eftir að Rússar náðu Luhanks héraði að fullu á sitt vald á dögunum hafa þeir beit öllum hernaðarmætti sínum að bæjum og borgum í Donetsk héraði en sameiginlega mynda þessi tvö héruð Donbas svæðið svo kallaða. Pavlo Kyrylenko héraðsstjóri í Donetsk skorar á 350 þúsund íbúa af 1,6 milljón sem enn eru í héraðinu að flýja til vesturs. Þannig verði auðveldara að ráðast gegn innrásarliðinu. Árásir Rússa séu óskipulagðar og beinist alls ekki einvörðungu gegn hernaðarlegum skotmörkum. „Heldur að því að eyðileggja borgaralega innviði og íbúðahverfi eins og gert var um helgina í Sloviansk og Kramatorsk,“ segir héraðsstjórinn. Rússar eru byrjaðir að innlima hluta Donbas svæðisins inn í Rússland með útgáfu vegabréfa þar sem fram kemur að Úkraína sé hérað í Rússlandi.AP Yfirvarp Rússa fyrir innrásinni er að þeir séu að frelsa rússneskumælandi íbúa undan stjórn nasista í Úkraínu. En í raun eru þeir að hertaka Donbas vegna þess að þar eru gífurlegar kola-, gas- og olíuauðlindir sem myndu duga til að útvega Evrópu allt það gas sem hún þarf á að halda. Innlimun Rússa á héruðunum er þegar hafin því þeir eru byrjaðir að gefa út vegabréf til íbúa Luhansk þar sem kemur fram að Úkraína sé hérað í Rússlandi. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir Evrópu verða að búa sig undir að Rússar skrúfi alfarið fyrir gasflutninga til álfunnar.AP/Jean-Francois Badias Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir sambandið búa sig undir að Rússar skúrfi bráðlega alveg fyrir gasflutninga til aðildarríkjanna. „Núna hafa tólf aðildarríki þegar orðið fyrir beinum áhrifum vegna lokunar fyrir rússneskt gas að hluta eða öllu leyti. Svo það liggur í augum uppi að Pútín heldur áfram að nota orkugjafa sem vopn,“ segir von der Leyen. Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Úkraína Rússland Tengdar fréttir Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50 Enn hart barist í Lysychansk og fólk hvatt til að flýja Ríkisstjóri Donetsk-héraðs hefur hvatt um 350 þúsund íbúa héraðsins til að flýja í ljósi yfirvofandi rússneskrar sóknar. Hann segir enn hart barist í útjaðri Lysychansk. 6. júlí 2022 10:35 Úkraínuforseti segir ESB aðild ekki mega dragast í mörg ár Forseti Úkraínu segir aðildarferli landsins að Evrópusambandinu ekki mega taka einhver ár eða áratugi. Tuttugu og einn almennur borgari féll, þeirra á meðal tvö börn, og tæplega fjörutíu manns særðust í eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús og sumarbúðir í Odessa héraði í gærkvöldi. 1. júlí 2022 19:20 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Zelesnkyy Úkraínuforseti sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt að loftvarnaflautur hafi hljómað um allt landið í gærkvöldi og nótt. Rússar hafi gert árásir á bæi og borgir um alla Úkraínu eftir nokkuð hlé sem hafi skapað óróa hjá mörgum sem töldu að Rússar væru að undirbúa eitthvað stórkostlegt. Þjóðarleiðtogar hafa streymt til fundar við Zelenskyy forseta í Kænugarði frá því fljótlega eftir að innrás Rússa hófst. Forsetinn tók á móti Micheal Martin forsætisráðherra Írlands í dag.AP/Andrew Kravchenko „Fólk ætti ekki að leita að rökvísi í gerðum hryðjuverkamanna.Rússneski herinn gerir ekkert hlé. Hann hefur eitt verkefni: Að drepa fólk, að hræða fólk þannig að nokkrir dagar án þess að loftvarnaflautur gjalli virðast vera hluti af ógninni. Í kvöld mátti heyra í loftvarnaflautunum í Kænugarði og í næstum allri Úkraínu,“ sagði Zelenskyy. Eftir að Rússar náðu Luhanks héraði að fullu á sitt vald á dögunum hafa þeir beit öllum hernaðarmætti sínum að bæjum og borgum í Donetsk héraði en sameiginlega mynda þessi tvö héruð Donbas svæðið svo kallaða. Pavlo Kyrylenko héraðsstjóri í Donetsk skorar á 350 þúsund íbúa af 1,6 milljón sem enn eru í héraðinu að flýja til vesturs. Þannig verði auðveldara að ráðast gegn innrásarliðinu. Árásir Rússa séu óskipulagðar og beinist alls ekki einvörðungu gegn hernaðarlegum skotmörkum. „Heldur að því að eyðileggja borgaralega innviði og íbúðahverfi eins og gert var um helgina í Sloviansk og Kramatorsk,“ segir héraðsstjórinn. Rússar eru byrjaðir að innlima hluta Donbas svæðisins inn í Rússland með útgáfu vegabréfa þar sem fram kemur að Úkraína sé hérað í Rússlandi.AP Yfirvarp Rússa fyrir innrásinni er að þeir séu að frelsa rússneskumælandi íbúa undan stjórn nasista í Úkraínu. En í raun eru þeir að hertaka Donbas vegna þess að þar eru gífurlegar kola-, gas- og olíuauðlindir sem myndu duga til að útvega Evrópu allt það gas sem hún þarf á að halda. Innlimun Rússa á héruðunum er þegar hafin því þeir eru byrjaðir að gefa út vegabréf til íbúa Luhansk þar sem kemur fram að Úkraína sé hérað í Rússlandi. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir Evrópu verða að búa sig undir að Rússar skrúfi alfarið fyrir gasflutninga til álfunnar.AP/Jean-Francois Badias Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir sambandið búa sig undir að Rússar skúrfi bráðlega alveg fyrir gasflutninga til aðildarríkjanna. „Núna hafa tólf aðildarríki þegar orðið fyrir beinum áhrifum vegna lokunar fyrir rússneskt gas að hluta eða öllu leyti. Svo það liggur í augum uppi að Pútín heldur áfram að nota orkugjafa sem vopn,“ segir von der Leyen.
Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Úkraína Rússland Tengdar fréttir Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50 Enn hart barist í Lysychansk og fólk hvatt til að flýja Ríkisstjóri Donetsk-héraðs hefur hvatt um 350 þúsund íbúa héraðsins til að flýja í ljósi yfirvofandi rússneskrar sóknar. Hann segir enn hart barist í útjaðri Lysychansk. 6. júlí 2022 10:35 Úkraínuforseti segir ESB aðild ekki mega dragast í mörg ár Forseti Úkraínu segir aðildarferli landsins að Evrópusambandinu ekki mega taka einhver ár eða áratugi. Tuttugu og einn almennur borgari féll, þeirra á meðal tvö börn, og tæplega fjörutíu manns særðust í eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús og sumarbúðir í Odessa héraði í gærkvöldi. 1. júlí 2022 19:20 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50
Enn hart barist í Lysychansk og fólk hvatt til að flýja Ríkisstjóri Donetsk-héraðs hefur hvatt um 350 þúsund íbúa héraðsins til að flýja í ljósi yfirvofandi rússneskrar sóknar. Hann segir enn hart barist í útjaðri Lysychansk. 6. júlí 2022 10:35
Úkraínuforseti segir ESB aðild ekki mega dragast í mörg ár Forseti Úkraínu segir aðildarferli landsins að Evrópusambandinu ekki mega taka einhver ár eða áratugi. Tuttugu og einn almennur borgari féll, þeirra á meðal tvö börn, og tæplega fjörutíu manns særðust í eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús og sumarbúðir í Odessa héraði í gærkvöldi. 1. júlí 2022 19:20