Ófremdarástandið gæti varað fram á haust Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júlí 2022 15:22 Vegna manneklu á flugvöllum hafa myndast langar biðraðir víða um heim. AP/Frank Augstein Ófremdarástandið sem ríkir á flugvöllum víða í Evrópu gæti varað fram á haust að sögn forstjóra þýska flugfélagsins Lufthansa því erfitt hefur reynst að manna stöður eftir faraldurinn. Ritstjóri Túrista segir að það sé ekki skynsamlegt að bóka tengiflug í sumar því viðbúið sé að miklar breytingar verði á flugáætlunum. Það hefur reynst flugfélögum erfitt að manna stöður til að anna gríðarlegri eftirspurn nú yfir háönn sumarsins. Viðsnúningurinn í fluginu var afar skarpur eftir að takmarkanir kórónuveirufaraldursins voru aflagðar. Undanfarnar vikur hafa fréttir borist af tíðum breytingum á flugáætlunum, kílómetralöngum biðröðum og heilu stöflunum af farangri. Kristján Sigurjónsson eigandi Túrista sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þetta ástand gæti jafnvel varað fram á haust. „Maður sér það á yfirlýsingu til dæmis forstjóra Lufthansa félagsins sem er stærsta flugfélagasamsteypa í Evrópu. Hann gerir ekkert ráð fyrir að þetta skáni nokkuð fyrr en að líður á haustið þegar færri verða á ferðinni. Þá má búast við því að flugfarþegar verði áfram að sætta sig við breytingar á flugáætlunum og töfum.“ Í bréfi sem Carsten Sphor, forstjóri þýska flugfélagsins Lufthansa, ritaði til starfsfólks sagði hann að félagið væri nú í óða önn að ráða inn starfsfólk en að sú viðleitni myndi ekki bera árangur fyrr en í haust. Ofan á manneklu hafa bæst verkföll og þá hefur orðið röskun á aðfangakeðju. „Nýjar flugvélar sem áttu að bætast við flugflotana í byrjun sumarvertíðar eru bara ennþá í verksmiðjum Airbus og Boeing og flugfélögin geta þar af leiðandi ekki nýtt þær og þurfa að gera breytingar á áætlunum.“ Kristján segir ráðlegt að forðast tengiflug og halda sig við handfarangur. „Það hefur verið töluvert um að farangur tínist. Gott er að ferðast bara með handfarangur og helst að fljúga bara beint og reyna að gera ferðalögin eins einföld og hægt er, “ segir Kristján Sigurjónsson eigandi Túrista í Bítinu. Fréttir af flugi Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flugvöll Evrópu Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 5. júlí 2022 18:54 SAS óskar eftir gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum Norræna flugfélagið SAS hefur leitað til dómstóla í New York í Bandaríkjunnum og óskað eftir gjaldþrotavernd þar vestra. 5. júlí 2022 07:44 Þotuflugið virðist lítið hafa mildað martröð flugfarþega Stór farþegaþota af gerðinni Boeing 757 lenti síðdegis á Reykjavíkurflugvelli er hún var fengin til að reyna að bjarga málum í innanlandsflugi Icelandair eftir að tvær vélar úr innanlandsflota félagsins biluðu. Innanlandsflug félagsins gekk engu að síður meira og minna úr skorðum í dag. 30. júní 2022 22:33 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Það hefur reynst flugfélögum erfitt að manna stöður til að anna gríðarlegri eftirspurn nú yfir háönn sumarsins. Viðsnúningurinn í fluginu var afar skarpur eftir að takmarkanir kórónuveirufaraldursins voru aflagðar. Undanfarnar vikur hafa fréttir borist af tíðum breytingum á flugáætlunum, kílómetralöngum biðröðum og heilu stöflunum af farangri. Kristján Sigurjónsson eigandi Túrista sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þetta ástand gæti jafnvel varað fram á haust. „Maður sér það á yfirlýsingu til dæmis forstjóra Lufthansa félagsins sem er stærsta flugfélagasamsteypa í Evrópu. Hann gerir ekkert ráð fyrir að þetta skáni nokkuð fyrr en að líður á haustið þegar færri verða á ferðinni. Þá má búast við því að flugfarþegar verði áfram að sætta sig við breytingar á flugáætlunum og töfum.“ Í bréfi sem Carsten Sphor, forstjóri þýska flugfélagsins Lufthansa, ritaði til starfsfólks sagði hann að félagið væri nú í óða önn að ráða inn starfsfólk en að sú viðleitni myndi ekki bera árangur fyrr en í haust. Ofan á manneklu hafa bæst verkföll og þá hefur orðið röskun á aðfangakeðju. „Nýjar flugvélar sem áttu að bætast við flugflotana í byrjun sumarvertíðar eru bara ennþá í verksmiðjum Airbus og Boeing og flugfélögin geta þar af leiðandi ekki nýtt þær og þurfa að gera breytingar á áætlunum.“ Kristján segir ráðlegt að forðast tengiflug og halda sig við handfarangur. „Það hefur verið töluvert um að farangur tínist. Gott er að ferðast bara með handfarangur og helst að fljúga bara beint og reyna að gera ferðalögin eins einföld og hægt er, “ segir Kristján Sigurjónsson eigandi Túrista í Bítinu.
Fréttir af flugi Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flugvöll Evrópu Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 5. júlí 2022 18:54 SAS óskar eftir gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum Norræna flugfélagið SAS hefur leitað til dómstóla í New York í Bandaríkjunnum og óskað eftir gjaldþrotavernd þar vestra. 5. júlí 2022 07:44 Þotuflugið virðist lítið hafa mildað martröð flugfarþega Stór farþegaþota af gerðinni Boeing 757 lenti síðdegis á Reykjavíkurflugvelli er hún var fengin til að reyna að bjarga málum í innanlandsflugi Icelandair eftir að tvær vélar úr innanlandsflota félagsins biluðu. Innanlandsflug félagsins gekk engu að síður meira og minna úr skorðum í dag. 30. júní 2022 22:33 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flugvöll Evrópu Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 5. júlí 2022 18:54
SAS óskar eftir gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum Norræna flugfélagið SAS hefur leitað til dómstóla í New York í Bandaríkjunnum og óskað eftir gjaldþrotavernd þar vestra. 5. júlí 2022 07:44
Þotuflugið virðist lítið hafa mildað martröð flugfarþega Stór farþegaþota af gerðinni Boeing 757 lenti síðdegis á Reykjavíkurflugvelli er hún var fengin til að reyna að bjarga málum í innanlandsflugi Icelandair eftir að tvær vélar úr innanlandsflota félagsins biluðu. Innanlandsflug félagsins gekk engu að síður meira og minna úr skorðum í dag. 30. júní 2022 22:33