SAS óskar eftir gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2022 07:44 SAS hefur mikið verið í fréttum síðustu daga, meðal annars vegna verkfallsaðgerða flugmanna og miklum fjölda flugferða sem hefur verið aflýst. EPA Norræna flugfélagið SAS hefur leitað til dómstóla í New York í Bandaríkjunnum og óskað eftir gjaldþrotavernd þar vestra. SAS greinir frá þessu í fréttatilkynningu í morgun. Um er að ræða svokallaða „11. kafla vernd“, en í slíkum tilvikum fara eigendur áfram með fulla stjórn fyrirtækisins á meðan tilhögunin stendur. Yfirvöld fylgjast þó vel með þróun skuldamála og eiga sæti við borðið í viðræðum SAS við lánardrottna. Samtímis veitir tilhögunin vernd gegn lánardrottnum sem gætu annars farið fram á að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. SAS hefur mikið verið í fréttum síðustu daga, meðal annars vegna verkfallsaðgerða flugmanna og miklum fjölda flugferða sem hefur verið aflýst. Í frétt DR segir að reiknað sé með að ferlið taki níu til tólf mánuði, en ákvörðunin um að óska eftir gjaldþrotavernd var tekin á stjórnarfundi SAS í morgun. Verður ráðist í endurskipulagningu á rekstrinum á meðan. Stjórnarformaðurinn Carsten Dilling segir að SAS muni halda starfseminni áfram líkt og verið hefur. Ákvörðunin hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli, enda hafi fjölmörg flugfélög, stór sem smá, nýtt sér úrræðið með góðum árangri. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að gjaldþrotavernd sé besti kosturinn í stöðunni,“ segir Dilling. SAS er að hluta í eigu danska og sænska ríkisins, auk einkaaðila. Fréttir af flugi Svíþjóð Danmörk Bandaríkin Tengdar fréttir Flugmenn SAS í verkfall Um níu hundruð flugmenn flugfélagsins SAS munu leggja niður störf í dag eftir að kjaraviðræður þeirra við flugfélagið sigldu í strand. 4. júlí 2022 12:02 Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Markaðurinn 13. sept Atvinnulíf Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Markaðurinn 17. sept Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
SAS greinir frá þessu í fréttatilkynningu í morgun. Um er að ræða svokallaða „11. kafla vernd“, en í slíkum tilvikum fara eigendur áfram með fulla stjórn fyrirtækisins á meðan tilhögunin stendur. Yfirvöld fylgjast þó vel með þróun skuldamála og eiga sæti við borðið í viðræðum SAS við lánardrottna. Samtímis veitir tilhögunin vernd gegn lánardrottnum sem gætu annars farið fram á að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. SAS hefur mikið verið í fréttum síðustu daga, meðal annars vegna verkfallsaðgerða flugmanna og miklum fjölda flugferða sem hefur verið aflýst. Í frétt DR segir að reiknað sé með að ferlið taki níu til tólf mánuði, en ákvörðunin um að óska eftir gjaldþrotavernd var tekin á stjórnarfundi SAS í morgun. Verður ráðist í endurskipulagningu á rekstrinum á meðan. Stjórnarformaðurinn Carsten Dilling segir að SAS muni halda starfseminni áfram líkt og verið hefur. Ákvörðunin hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli, enda hafi fjölmörg flugfélög, stór sem smá, nýtt sér úrræðið með góðum árangri. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að gjaldþrotavernd sé besti kosturinn í stöðunni,“ segir Dilling. SAS er að hluta í eigu danska og sænska ríkisins, auk einkaaðila.
Fréttir af flugi Svíþjóð Danmörk Bandaríkin Tengdar fréttir Flugmenn SAS í verkfall Um níu hundruð flugmenn flugfélagsins SAS munu leggja niður störf í dag eftir að kjaraviðræður þeirra við flugfélagið sigldu í strand. 4. júlí 2022 12:02 Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Markaðurinn 13. sept Atvinnulíf Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Markaðurinn 17. sept Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Flugmenn SAS í verkfall Um níu hundruð flugmenn flugfélagsins SAS munu leggja niður störf í dag eftir að kjaraviðræður þeirra við flugfélagið sigldu í strand. 4. júlí 2022 12:02