Dulbjó sig sem konu eftir árásina Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2022 19:56 Robert E. Crimo er sakaður um að hafa myrt sjö manns. Hann hefur ekki verið ákærður en tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn. EPA/AP Hinn 22 ára gamli Robert E. Crimo, sem sakaður er um mannskæða skotárás í úthverfi Chicago í gær, keypti hálfsjálfvirkan riffil sem hann notaði við árásina með löglegum hætti. Eftir skothríðina er Crimo sagður hafa flúið af vettvangi með því að dulbúa sig sem konu og fela sig meðal flýjandi almennings. Íbúar Highland Park voru að halda upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna í gær þegar Crimo kom sér fyrir á þaki og skaut rúmlega sjötíu skotum að fólki á hátíðarsvæðinu. Sjö létu lífið og rúmlega þrjátíu særðust eða slösuðust í árásinni. Sá sjöundi lést á sjúkrahúsi í dag. JUST IN: Authorities describe prior contacts with Highland Park shooting suspect, including a 2019 incident in which a family member reported he said he was going to "kill everyone"; authorities removed knives, a dagger and a sword from his home, police said. pic.twitter.com/iMvoGnpKBj— ABC News (@ABC) July 5, 2022 Var með tvo riffla Crimo skildi riffillinn eftir á þakinu og var á flótta í nokkrar klukkustundir. Lögregluþjónar handtóku hann eftir stutta eftirför í gærkvöldi en annar riffill fannst í bílnum hans, samkvæmt frétt Washington Post. AP fréttaveitan hefur eftir lögreglunni að Crimo hafi skipulagt árásina um nokkurra vikna skeið. Búið er að yfirheyra hann og fara yfir færslur hans á samfélagsmiðlum en tilefni árásarinnar liggi enn ekki fyrir. Ekki hafa fundist vísbendingar um að Crimo hafi viljað myrða fólk af tilteknum uppruna, trúarbrögðum eða slíku. Crimo hefur verið ákærður fyrir sjö morð og stendur til að ákæra hann fyrir fleiri glæpi. Photo of the Highland Park mass shooting suspect - disguised as woman, police say, to help him blend into the crowd as he escaped - courtesy WMAQ pic.twitter.com/qhXttdbmbc— Chris Jansing (@ChrisJansing) July 5, 2022 Tíðar árásir Mannskæðar skotárásir hafa plagað Bandaríkin um árabil en undanfarna mánuði hafa þær verið sérstaklega margar. Fólk hefur verið skotið til bana í massavís í skólum, kirkjum, verslunum og nú á skrúðgöngum. Ekki er búið að gefa út formlegar upplýsingar um fórnarlömbin í þessari nýjustu árás. Nicolas Toledo er þó meðal þeirra sem dóu en hann var að heimsækja fjölskyldumeðlimi sína í Highland Park. Chicago Sun-Times segir Toledo hafa orðið fyrir minnst þremur skotum en barnabarn hans segir hann hafa bjargað lífi annarra í fjölskyldunni. Sonur Toledo varð einnig fyrir skoti og kærasti afabarns hans einnig. Miðillinn hefur einnig nefnt Jacki Sundheim sem eitt fórnarlamba Crimo. Þá hafa fregnir borist af því í kvöld að hjónin Kevin og Irina McCarthy hafi fallið í árásinni. Remember this little boy found wandering alone after #HighlandPark parade? We ve just found out why both his parents were killed A fundraiser has been started for Irina and Kevin McCarthy s 2-yo son Aiden as he grows up without themLink: https://t.co/qKc4mOVX2t @cbschicago pic.twitter.com/7fxYE3OoS4— Marissa Parra (@MarParNews) July 5, 2022 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Íbúar Highland Park voru að halda upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna í gær þegar Crimo kom sér fyrir á þaki og skaut rúmlega sjötíu skotum að fólki á hátíðarsvæðinu. Sjö létu lífið og rúmlega þrjátíu særðust eða slösuðust í árásinni. Sá sjöundi lést á sjúkrahúsi í dag. JUST IN: Authorities describe prior contacts with Highland Park shooting suspect, including a 2019 incident in which a family member reported he said he was going to "kill everyone"; authorities removed knives, a dagger and a sword from his home, police said. pic.twitter.com/iMvoGnpKBj— ABC News (@ABC) July 5, 2022 Var með tvo riffla Crimo skildi riffillinn eftir á þakinu og var á flótta í nokkrar klukkustundir. Lögregluþjónar handtóku hann eftir stutta eftirför í gærkvöldi en annar riffill fannst í bílnum hans, samkvæmt frétt Washington Post. AP fréttaveitan hefur eftir lögreglunni að Crimo hafi skipulagt árásina um nokkurra vikna skeið. Búið er að yfirheyra hann og fara yfir færslur hans á samfélagsmiðlum en tilefni árásarinnar liggi enn ekki fyrir. Ekki hafa fundist vísbendingar um að Crimo hafi viljað myrða fólk af tilteknum uppruna, trúarbrögðum eða slíku. Crimo hefur verið ákærður fyrir sjö morð og stendur til að ákæra hann fyrir fleiri glæpi. Photo of the Highland Park mass shooting suspect - disguised as woman, police say, to help him blend into the crowd as he escaped - courtesy WMAQ pic.twitter.com/qhXttdbmbc— Chris Jansing (@ChrisJansing) July 5, 2022 Tíðar árásir Mannskæðar skotárásir hafa plagað Bandaríkin um árabil en undanfarna mánuði hafa þær verið sérstaklega margar. Fólk hefur verið skotið til bana í massavís í skólum, kirkjum, verslunum og nú á skrúðgöngum. Ekki er búið að gefa út formlegar upplýsingar um fórnarlömbin í þessari nýjustu árás. Nicolas Toledo er þó meðal þeirra sem dóu en hann var að heimsækja fjölskyldumeðlimi sína í Highland Park. Chicago Sun-Times segir Toledo hafa orðið fyrir minnst þremur skotum en barnabarn hans segir hann hafa bjargað lífi annarra í fjölskyldunni. Sonur Toledo varð einnig fyrir skoti og kærasti afabarns hans einnig. Miðillinn hefur einnig nefnt Jacki Sundheim sem eitt fórnarlamba Crimo. Þá hafa fregnir borist af því í kvöld að hjónin Kevin og Irina McCarthy hafi fallið í árásinni. Remember this little boy found wandering alone after #HighlandPark parade? We ve just found out why both his parents were killed A fundraiser has been started for Irina and Kevin McCarthy s 2-yo son Aiden as he grows up without themLink: https://t.co/qKc4mOVX2t @cbschicago pic.twitter.com/7fxYE3OoS4— Marissa Parra (@MarParNews) July 5, 2022
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56